Leita í fréttum mbl.is

Bankaflengur 2008

fleng5Í síðustu viku kynnti sá merki uppfinningamaður og hugsuður, Arinbjörn Arinbjörnsson, nýtt tæki sem hann hefur hannað frá grunni og kallast Bankaflengur 2008. Þar um um að ræða díeselknúða kaghýðingarvél, sem getur afgreitt að lágmarki fimm velsvera bankaforstjóra á klukkustund. Arinbjörn hefur boðið dómsmálaráðuneytinu á Íslandi að kaupa fyrstu vélina á verulega góðum kjörum og mun ráðuneytið fá vélina til reynslu strax eftir helgina. Ef hún reynist vel verða kaup á henni lögð fyrir ríkisstjórnina um leið og notkun hennar leiðir til jákvæðrar niðurstöðu.

Bankaflengur 2008 er í lögun og stærð ekki ósvipuð hestakerru og liggur færiband í gegn, en inní vélarhúsinu eru spaðar og úðunartæki fyrir kalt vatn og saltpækil. Hönnuður vélarinnar fullyrðir, að ósamstarsfúsir peningapervertar verði eins og endurfæddir eftir tvær til þrjár reisur gegnum vélina og vilji ekki heyra á annað minnst en að fá að ljóstra upp öllum glæpum sem þeir vita til að framdir hafa verið svo langt aftur í tímann sem óskað er.


mbl.is Sigurður Einarsson verður yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þeir voru jafnvel enn hugmyndaríkari og afkastameiri hjá spænska rannsóknarréttinum. Sona til öryggis voru meintir afbrotamenn líka fengnir til að játa á sig óframin afbrot langt fram í tímann. Þetta þótti gefa góða raun svo ekki sé minnst á sparnaðinn sem af þessum gjörðum hlaust.

Þráinn Jökull Elísson, 8.5.2010 kl. 23:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband