26.12.2010 | 19:32
Þrátt fyrir óvild Karólínu Pussy megum vér þakka fyrir
Það er vægast sagt niðurlægjandi viðbjóður fyrir oss Íslendinga að búa við höfuðborg sem lítur út eins og slorugt vertíðarbæli í augum gáfaðra og forframaðra útlendinga af háu menningarstigi. Og ekki er vel gott ef vor glæsilega borgarastétt fer að fá á tilfinninguna að hún sé, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki annað en samansafn illa lyktandi kotkurfa og skítugra fiskkellinga af torfkofastandi. Það veit enda ekki á gott þegar frægar blaðakonur á borð við Carol Pucci, sem ég ætla að leyfa mér að kalla Karólínu Pussy uppá íslensku, taka sig til og skrifa níðgreinar um oss í virðuleg heimsblöð og ausa oss dylgjum um allrahanda ómennsku eins og okur á bjórdrykkjum; hún gæti allt eins kallað oss hreint út brennivínsprangara og glæpamenn sem séu þessa dagana í óðaönn við að skríða aftur inní moldarkofa sautjándu aldarinnar. Þá getur ólánsskepnan Karólína Pussy ekki á sér setið að leggja lykkju á leið sína þeirra erinda að hæðast að stolti allra íslendinga, Hallgrímskirkju, en henni líkir hún við hlægilega geimflaug. Það er hægt að særa eina þjóð með vægari munnsöfnuði. Ég man vel þá tíð, þegar Hallgrímskirkja var að fullu risin, að vér kölluðum hana fullir aðdáunnar, ,,Drottins Dýrðar Drelli" og tókum ofan fyrir framförunum og menningunni.
En þrátt fyrir ótrúlegan óvildarhug Karólínu Pussy í garð Íslands og íslensku þjóðarinnar megum vér þakka Skaparanum og öllum góðum vættum fyrir að hún sá ekki Kárahnjúkavirkjun, álverið í Reyðarfirði, Landeyjahöfn og Össur Skarphéðinsson og hélt að tónlistarhöllin Harpa væri fiskverkunarhús í byggingu.
Reykjavík eins og fiskiþorp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 24
- Sl. sólarhring: 335
- Sl. viku: 1298
- Frá upphafi: 1542138
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1148
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Carol Pucci hefur mikið til síns máls. Mér finnst að Íslendingar eigi að hætta að þykjast vera eitthvað sem þeir eru ekki og sætta sig við það sem þeir eru. Þessi íslenzka athyglissýki er vægast sagt fáránleg. Það fer aulahrollur um mann þegar íslenzkir fjölmiðlar eru að vakta erlenda fjölmiðla 24/7 í von um að það standi eitthvað um Ísland eða Íslendinga.
Og Reykjavík er ljótasta höfuðborg í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Og leiðinlegasta. Þessu síðarnefnda þyrfti að breyta. Ekki fyrir útlenzka ferðamenn, heldur fyrir fólk eins og mig sem vill sjá smá líf í tuskunum. Alltaf þegar ég fer niður í miðbæ á laugardagskvöldi þá fæ ég þá tilfinningu að ég sé staddur á bænasamkomu Votta Jehóva.
Vendetta, 26.12.2010 kl. 22:29
Þakkaðu fyrir að fá ekki aulaböll í staðinn fyrir aulahroll þegar þú stendur andspænis íslenskum fjölmiðlum.
Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2010 kl. 22:36
He he he aulaböll.......
Níels A. Ársælsson., 26.12.2010 kl. 22:57
Ég er ekki alveg að ná þessum brandara þínum. Samt hef ég mjög góða kímnigáfu. Hlýtur að vera snæfellsk fyndni.
Vendetta, 26.12.2010 kl. 23:55
"En þrátt fyrir ótrúlegan óvildarhug Karólínu Pussy í garð Íslands og íslensku þjóðarinnar megum vér þakka Skaparanum og öllum góðum vættum fyrir að hún sá ekki Kárahnjúkavirkjun, álverið í Reyðarfirði, Landeyjahöfn og Össur Skarphéðinsson og hélt að tónlistarhöllin Harpa væri fiskverkunarhús í byggingu."
Kanski ef hún hefði séð þessa hluti hefði hún skrifað jákvæðara um Ísland. T.d. Kárahjúkavirkjun er tækniundur og ein flottasta virkjun sem hefur verið smíðuð í heiminum. Landeyjarhöfn er bara snilld, þetta gæti orðið aðal uppskipunnar höfn okkar íslendinga í framtíðinni. Annars góð grein hjá henni hún sér að kommunista stjórin sem við þurfum að búa við er að gera Ísland að leiðinlegu landi!
Óskar Ingi Gíslason, 27.12.2010 kl. 06:31
Og btw. það er kommunista stjórninni okkar að kenna að allt skemmtilegt er orðið svo dýrt hérna með sínum neyslustýringar sköttum eins og til dæmis með áfengið og sykurskattinn. Sem btw, skila eingu í kassann.
Óskar Ingi Gíslason, 27.12.2010 kl. 06:37
Jæja Óskar minn Ingi, getur ekki verið að það sé eitthvert samband á milli hins góða og skemmtilega kapítalisma og efnahagshrunsins sem varð hér fyrir tveimur árum?
Jóhannes Ragnarsson, 27.12.2010 kl. 08:35
Skemtilegur pistill hjá þér.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 14:05
Hérna fann ég grein frá sama blaðamanni frá því í nóvember og þar talar hún ágætlega um Ísland, Virðist aðallega hafa farið á einhverja túristastaði samt
maggi220 (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 15:10
úps gleymdi linknum: http://carolapucci-tips.blogspot.com/2010/11/iceland.html
maggi220 (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.