Leita í fréttum mbl.is

Það voru fleiri yfirheyrðir í morgun en kátu kallarnir í Ásgarði

pre1Það voru fleiri yfirheyrðir í morgun en kátu kallarnir í Ásgarði. Þetta voru sæmdarhjónin, frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri, handtekin á slaginu átta í morgun og færð nauðug til yfirheyrslu útaf þátttöku þeirra í nauðaómerkilegri guðþjónustu á aðfangadagskvöld. Klerkarnir sem messuðu yfir þeim hjónum umrætt aðfangadagskvöld tóku sig nefnilega til í gær og lögðu fram kæru á hendur þeim. Í kæru musterisriddaranna er þeim meðal annars gefið að sök að hafa smánað heilaga kvöldmessu og raskað friðhelgi jólanna með frammíköllum, upphrópunum, hlegið og flissað og reynt til að efna til ryskinga meðan á guðþjónustu stóð. Þá segir í ákæruskjalinu að Kolbeinn hafi ræskt sig stórkallalega í miðjum sálmi og hrækt á bakið á kórstjórnandanum, en frú Ingveldur mælt nokkrum sinnum klámyrði svo hátt að heyrst hafi um alla kirkjuna; þau hafi verið áberandi ölvuð og haft með áfengi með sér sem þau hafi staupað sig á. Meira að segja undir sjálfu jólaguðspjallinu hafi þau dreypt á flöskunni, hóstað og grett sig. Og þegar messu var lokið og kirkjugestir á leið út hafi orðið uppþot í miðri mannþrönginni vegna áreytni Kolbeins við konu nokkra sem sótt hafði messuna ásamt eiginmanni sínum og börnum.

Að vonum eru prestarnir við kirkju þessa mjög ósáttir með hvernig til tóks á aðfangadagskvöld og hafa þeir því ritað biskubi Íslands bréf þar sem þeir fara þess á leit að fá að bannfæra frú Ingveldi og Kolbein Kolbeinsson frá allri kirkjulegri þjónustu, þar með talið að þau fái ekki legstað í vígðri mold. 


mbl.is Árásarmennirnir yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jæja, þetta er verra en ég hélt.

Magnús Sigurðsson, 26.12.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól Jóhannes minn.  Skilaðu kveðju til frú Ingveldar og Kolbeins

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2010 kl. 14:04

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Magnús, ástandið er mjög slæmt. Prestar vorir kunna ekki lengur stilla sig og eru hættir að fyrirgefa konum og körlum syndir þeirra.

Gleðileg jól, Ásthildur. Ég skal með glöðu geði koma kveðju þinni til skila.

Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvað skildi lögreglan gera?  Ætli þeir krefjist þess að bæði lögreglan og þjónar kirkjunnar verði vopnaðir rafbyssum? 

Kæmi mér ekki á óvart, allavega yfir stórhátíðir.

Magnús Sigurðsson, 26.12.2010 kl. 14:22

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég á allt eins von á að sóknarprestar frú Ingveldar og Kolbeins sæki a.m.k. um leyfi til að nota framvegis rafbyssur við guðþjónustur. Annars held ég að þeim sé skapi næst að hafa skambyssur undir hempunni þegar þeir embætta í framtíðinni.

Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2010 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband