Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar eru spaugsöm þjóð.

Það má með sanni segja um Íslendinga, að þeir eru spaugsöm þjóð. Nú vilja þeir ólmir verðlauna svokallaðan Sjálfstæðisflokk, sem hrinti landinu ofaní botlaust skuldafen með tiltektum sínum, með því að gefa til kynna að þeir vilji endilega fá þennan ólánsFlokk í ríkisstjórn aftur.

Öðruvísi hafast þeir af í Túnis þessa dagana: Þar ráku þeir sinn Sjálfstæðisflokk frá völdum og bættu svo um betur með því að leysa Sjálfstæðisflokkinn sinn upp, gera eigur hans upptækar og banna starfsemi hans.

Það er augljóslega mun hyggilegra fyrir Íslendinga að fara að dæmi Túnismanna í umgengni sinni við Sjálfstæðisflokkinn, en að verðlauna hann á þann hátt sem skoðanakönnun Fréttablaðsins gefur til kynna.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það voru nú ekki allir Sjálftæðismenn um borð í þeim "dalli" Jóhannes - var um rætt fyrir ekki svo ýkja löngu viða hér á blogginu að dæma ekki heilan flokk fyrir "verk" fárra - annars skil ég skrif þín ágætlega - mig svíður líka verk þeirra sumra sem um tauma rikisstjórnar héldu þá..............

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2011 kl. 08:15

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fólkið veit að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur vit á efnahagsmálum og ræður við að rífa okkur upp úr vesaldómnum. Þetta veit fólkið og þess vegna kýs þjóðin Sjálfstæðisflokkinn. Við skulu vona að nauðsynleg endurnýjun á framboðslistum lánist vel, því þá fær Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í næstu kosningum. Þá verður gaman að vera Íslendingur.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 08:40

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er nákvæmlega það sem ég tel líka Baldur - ef við náum "nauðsynlegri" endurnýjun þá nær flokkurinn +- 50% fylgi - og þá verður gaman að vera Íslendingur

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband