6.11.2011 | 15:44
Lilja stóð sig afbragðsvel í Silfrinu
Hún Lilja stóð sig afbragðsvel í Silfrinu hjá Agli í dag.
Á næstunni munu kerfisdýrin í samtryggingarselskap fjórflokksins launa henni frammistöðuna með rógi og illmægi. Ef að líkum lætur verður hátt reitt til höggs á sumum bæjum, einkum þeim þar sem húsbændurnir óttast mikið að fylgið fjúki frá þeim í stórum stíl yfir til Lilju og hennar samverkafólks.
Og þeir hafa líka ástæðu til að óttast, eftir svikin, ruddaskapinn og endurreisn Gamla Íslands.
Það er að mestu leyti rétt hjá Lilju, að hugtök eins og hægri, vinstri, norræn velferðarstjórn, og þar fram eftir götunum, hafa glatað gildum sínum í meðförum óheiðarlegs fólks og tækifærissinna. Hægrið í pólitíkinni er svo sem alltaf til hægri með sín einkagróðasjónarmið, valdahyggju og auðvald. Hinsvegar hefur þetta svokallaða ,,vinstri" tapað merkingu sinni að mestu eftir að forystulýður ,,vinstriflokkanna" hófu meðvitað og markvisst að færa þá til hægri. Það er t.d. ekki heil brú í því að kalla Samfylkinguna vinstriflokk, nema í kaldhæðni, því að sá flokkur er langt til hægri. VG var í upphafi stofnaður til að verða vinstriflokkur, en breyttist nokkuð fljótt í miðlægan tækifærissinnaflokk í samtryggingarkerfi fjórflokksins og er nú staddur vel hægramegin við raunverulega miðju stjórnmálanna.
Það verður fróðlegt að fylgjast með flokkstofnun Lilju Mósesdóttur á næstunni. Í þeirri vegferð er áríðandi að hún misstigi sig ekki, og vandi til allra verka. - Síðast en ekki síst þarf Lilja að vanda sig sérlega vel við val á samverkafólki, því ekki eru allir viðhlægjendur vinir sem kunnugt er og úlfarnir í sauðargærunum eru jafnan fljótir á vettvang þegar til stendur að stofna nýjan stjórnmálaflokk, ekki síst þegar tækifærissinnarnir og framagosarnir hafa hugboð um að eitthvert kjöt sé á beininu.
Vil endurvekja grunngildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2011 kl. 07:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 1545272
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Nú þarf hún bara að fylgja þessu vel eftir
Eyjólfur G Svavarsson, 6.11.2011 kl. 16:29
Ég hef trú á að hún geri það, Eyjólfur.
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 16:43
Drottinn minn, og þú Jóhannes legst flatur fyrir rjómafrösunum hennar Lilju ?
hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 17:17
Leggst, átti það að vera..
hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 17:17
Sammála þér Ragnar, ég tel að Lilja geti náð miklu fylgi fólks sem er orðið uppgefið á fjórflokknum, einnig er ég sammála þér með að hún þarf að vanda afar vel til verka á samverkafólki. Þarna úti eru tækifærissinnarnir eins og flugur á skítahaug að reyna að koma sér og sínu að. Slíka þarf að varast í lengstu lög.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 17:44
Jóhannes ætlaði ég að segja fyrirgefðu mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 17:44
Hvað finnst þér benda til þess að ég liggji flatur fyrir einhverjum rjómafrösum, Hilmar?
Og vel á minnst: Hverjir eru þessir rjómafrasar?
Auðvitað fyrirgef ég þér, Ásthildur.
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 18:18
Uppskrúfaðar klisjur, svona higlights úr því hljómfegursta úr stefnuskrá allra flokka fyrir kosningar, svona eins konar; Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir trixið..
Hvað bendir til þess að þú liggir ? Ja ég man nú eiginlega ekki áður eftir að þú hafir ekki rakkað niður eða tekið nettar hæðnisrispur á flestum öðrum stjórnmálamönnum sem tjáð hafa sig um hin ýmsu mál.
hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 18:49
Já, svoleiðis.
En hver veit nema ég eigi eftir að segja Lilju til syndanna. En fram að þessu hefur hún ekki framið neina synd síðan hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Þvert á móti hefur hún sýnt ágæta viðleitni sem andspyrnumaður gegn samtryggingarveldi fjórflokksins.
Svo skulum við sjá hvað setur þegar nægilega mikið vatn hefur runnið til sjávar.
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 19:44
Þetta er sú sama Lilja sem vill að ríkið steli 40% af lífeyrissjóð vinnandi fólks...
Jón Bragi Sigurðsson, 6.11.2011 kl. 19:52
Þú verður nú að segja okkur, Jón Bragi, meira frá þessum 40% sem þú segir að Lilja vilji stela af okkur. Ef þú gerir það ekki, eru orð þín hér að ofan aðeins ómerkilegur rógur og merkingarlaus sem slíkur.
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 19:58
Hún hefur haldið því fram bæði á FB-síðu sinni og víðar að ríkið eigi 40% af lífeyrissjóðunum af því að ekki hafi verið greiddur skattur af þeim og lítur svo á að lögin um lífeyrissjóði séu ekki í gildi af því að hún vill ekki að þau séu í gildi. Ég gef satt að segja ekki mikið fyrir þingmann með svona viðhorf:
Eftirfarandi rökræður áttu sér stað á milli okkar í haust á FB og þær dugðu til þess að ég hef ekkert álit á henni sem heiðarlegum og réttsýnum stjórnmálamanni:
"Jon Bragi Sigurdsson Hvernig rímar þetta sem þú skrifaðir um daginn: "Fáranleg hugmynd að setja byggingu fangelsis í einkaframkvæmd þegar ríki og sveitarfélög eiga inni hjá lífeyrissjóðunum sem nemur um 40% af eign þeirra vegna ógreiddra skatta."
og það sem haft er eftir þér í dag:
"Lilja Mósesdóttir, nefndarmeðlimur efnahags- og skattanefndar, segir ástæðu þess að ráðuneytið vilji hækka upphæðina vera þá, að ríkissjóður geri ráð fyrir að hafa um 2 milljarða króna tekjur af útborgun séreignasparnaðarins. Hún segir ergilegt að alltaf sé verið að sækja tekjur ríkissjóðs í vasa heimilanna."Top of Form 1
Jon Bragi Sigurdsson Er lífeyrissjóðseign launþega "vasi heimilana" þegar þeir sjálfir vilja hafa not af þeim en ekki þegar þú vilt byggja fangelsi fyrir þá sömu peninga?
07 September at 20:14
Lilja Mósesdóttir Ég hef lagt til að ríkið nái í skatttekjur á næsta ári með því að leggja á útflutningsskatt. Gagnrýni mín beinist að því að sú leið sé ekki farin nú þegar útflutningsfyrirtæki hafa frá hruni notið gífurlegs hagnaðar af of lágu gengi.
08 September at 10:29
Lilja Mósesdóttir · 14 mutual friends Mér finnst auk þess ásættanlegra að ríkið nái í sinn hlut af eignum lífeyrissjóðanna án þess að heimilin séu sérstaklega hvött til að eyða lífeyri sínum.
08 September at 10:38
Jon Bragi Sigurdsson Það er þetta viðhorf sem ég er ósáttur við, að fólk þ.e. heimilin séu vitleysingar sem ekkert hafi með sína eigin peninga að gera, sem það hefur safnað með því að láta 12-15% af tekjum sínum renna í lífeyrissjóð. Ríkið getur samkvæmt lögum lagt tekjuskatt á þessa peninga þegar þeir eru greiddir út en ríkið á ekkert í peningum launþega svo lengi sem þeir eru í sjóðnum. Og allt tal um að ríkið eigi 40% af lífeyrissjóðunum ber vott um fádæma frekju og virðingarleysi gagnvart launþegum, heimilum og almenningi þessa lands. Lífeyrissjóðirnir virðast vera þeir einu sem eiga peninga á Íslandi í dag og það stendur ekki á græðginni bæði frá ríki og atvinnurekendum að komast með krumlurnar í þessa peninga.
08 September at 12:48
Jon Bragi Sigurdsson Auðvitað vilt þú ekki að "að heimilin séu sérstaklega hvött til að eyða lífeyri sínum" þar sem að þú vilt stela þessum peningum af þeim.
08 September at 12:51
Lilja Mósesdóttir Jón Bragi Sigurðsson - ríkið getur ekki stolið því sem það á. Reyndu nú að vera málefnalegur!
08 September at 13:43
Jon Bragi Sigurdsson Þú hefur ekki fært nein rök eða vísað til neinna laga varðandi það að ríkið eigi 40% af lífeyrissjóðunum. Vilt þú ekki líka vaða í sjóði atvinnurekenda og taka 40% af þeim peningum sem þeir eiga og eru ætlaðir til launagreiðslna í framtíðinni?
08 September at 13:47
Jon Bragi Sigurdsson Og er eitthvað verið að "að sækja tekjur ríkissjóðs í vasa heimilanna" með því að skattleggja útgreiðslu lífeyrissparnaðar ef að ríkið á þessa peninga fyrir og hefur alltaf átt þá?
08 September at 13:50
Elín G. Gunnlaugsdóttir · Friends with Guðjón D Gunnarsson Lilja er nú ekki í þeim hópi sem vill vera að skerða þann hluta sem fer til okkar.
08 September at 13:55
Lilja Mósesdóttir Jón Bragi Sigurðsson- þegar ég er að tala um að ríkið vaði í vasa heimilinna, þá er ég að vísa til þeirra skatttekna sem ríkið ætlar fá í gegnum eyðslu heimilanna á séreignarsparnaði - ekki þeim hluta sem að ríkið á.
08 September at 15:34
Lilja Mósesdóttir Það sem sumum finnst erfitt að skilja er að samkvæmt lögum ber öllum að greiða tekjuskatt af tekjum sínum án tillits til þess hvernig þær eru notaðar. Sérstakt samkomulag var gert við lífeyrissjóðina um að leyfa lífeyrissjóðunum að ávaxta þar til lífeyri er greiddur út tekjuskattinn sem annars hefði átt að greiða við inngreiðslu í sjóðina. Markmið þessa samkomulags var að efla lífeyrissjóðina.
08 September at 15:42
Jon Bragi Sigurdsson Nú ferð þú einfaldlega með rangt mál Lilja. Að það sé ekki greiddur tekjuskattur af þeim hluta tekna sem greiddur er í lífeyrissjóð er ekkert "samkomulag" um að "leyfa" það eru einfaldlega lög frá Alþingi:
Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt, 28. gr. 5. liður þar sem stendur m.a: "Þrátt fyrir ákvæði þessa kafla telst ekki til tekna: Framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða*1) [og lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.]1) [Þó skal telja framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda til skattskyldra tekna ef iðgjaldagreiðslur frá launagreiðanda eða sjálfstætt starfandi manni fara fram úr 12% af iðgjaldsstofni auk 2.000.000 kr. á ári.]"
08 September at 18:42
Lilja Mósesdóttir Auðvita þurfti að tryggja lagalegan grunn samningsins! Í kjölfar kjarasamninga þarf í flestum tilvikum lagabreytingar til að innleiða það sem samið var um.
08 September at 21:01
Jon Bragi Sigurdsson Þú skrifar hér að ofan: "Það sem sumum finnst erfitt að skilja er að samkvæmt lögum ber öllum að greiða tekjuskatt af tekjum sínum án tillits til þess hvernig þær eru notaðar."
Ertu að segja að þessi lög um tekjuskatt séu ekki "samkvæmt lögum"!?
Með sama hundalógík mætti segja að að allir eigi að greiða 40% skatt af öllum launum sínum ef ekki hefði verið gert "samkomulag" um að "leyfa" fólki að hafa skattleysismörk.
Þau lög sem virðast falla þér í geð heita "samkvæmt lögum ber..." en þau sem þú vilt ganga framhjá/brjóta eru bara "samkomulag um að leyfa"!
Mér finnst þetta vægast sagt einkennilegur málflutningur og einkennilegur skilningur á landslögum, ekki síst af manneskju sem situr á Alþingi.
Þarf ég að endurtaka það að þessi lög sem ég vitna í eru samþykkt af Alþingi og undirrituð af forseta Íslands? Þarf eitthvað meira til svo að þau séu í fullu gildi?"
Þegar hér var komið sögu kaus Lilja að henda mér út af FB-síðu sinni...
Bottom of Form 1
Jón Bragi Sigurðsson, 6.11.2011 kl. 20:42
Lengs af var nú fyrirkomulagið þannig, að fólk greiddi skatt af iðgjöldum í lífeyrissjóðina. En einhvern tima, man ekki hvenær, var hætt að greiða skatt af iðgjöldunum undir því fororði að greiddur yrði skattur af þeim tekjum þegar til útborgunar kæmi. Semsagt, að staðgreiðsluskattur af lífeyrissjóðsinngreiðslum var afnuminn, en eftiráskattur tekinn upp í staðinn. Lilja leggur til að þessu fyrirkomulagi verði breytt til fyrra horfs og horfið verði frá því að leyfa stjórnendum lífeyrissjóðanna að gambla með peninga fólksins. Spurningin er, eigum við frekar að efla lífeyrissjóðina, þegar svo illa árar sem nú, á kosnað velferðarkerfisins. Eða eigum við vernda velferðarkerfið á kosnað umsvifa lífeyrissjóðanna. Fyrir mína parta vel ég velferðarkerfið. En að kalla staðgreiðslu skatta í stað eftirágreiðslu þjófnað er fáránleg þvæla og stenst enda enga skoðun.
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 21:32
Fyrir það fyrsta Jóhannes þá hafa iðgjöld til lífeyrissjóða alltaf verið skattfrjáls. Fyrir upptöku staðgreiðslukerfisins (1988) voru greiðslur í lífeyrissjóð frádráttarbærar frá skatti. "Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp var ýmsum frádráttarliðum safnað saman og þeir settir inn í svonefnt frítekjumark. Þetta gerði það að verkum að menn tengdu það ekki sérstaklega við skattfrelsi iðgjalda. Á tíunda áratug 20. aldar var iðgjaldið svo undanþegið skatti beint." (heimild: Vísbending http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/1218/visb.%2025.%20tbl.pdf?sequence=25)
Og þú skrifar að "
Lilja leggur til að þessu fyrirkomulagi verði breytt til fyrra horfs". Það er einmitt það sem hún er ekki að meina, heldur vill hún að vaðið verði í þær eignir sem sjóðirnir eiga í dag og hirtir af þeim 40%. Og heldur því blákalt fram að lögin um tekjuskatt vegna lífeyrissjóða hafi aldrei gilt. Það er það sem gerir að verkum að ég leyfi mér stórlega að efast um dómgreind hennar. Það er það sem ég kalla þjófnað. Auðvitað er eins og ég segi hægt að breyta lögunum og taka upp nýtt fyrirkomulag.
Þetta sem þú minnist á að fyrirkomulaginu verði breytt og farið að staðgreiða skatt af inngreiðslum í lífeyrissjóð er alveg gilt sjónarmið og Sjálfstæðisflokkurinn lagði reyndar fram tillögu þess efnis árið 2009.
Jón Bragi Sigurðsson, 6.11.2011 kl. 22:16
Það vill nú þannig til, að ég hef verið á þessum svokallaða vinnumarkaði síðan 1969 og kannast því við iðgjöld til lífeyrissjóða. Til dæmis var launafólki lofað því, í aðdragandanum að stofnun almennu lífeyrissjóðanna, að þegar til útgreiðslu kæmi myndu lífeyrislaunin bætast ofaná ellilífeyrinn. Það hefur aldeilis verið staðið við það, eða hitt þá heldur. Greiðslunar frá sjóðunum hafa purrkunarlaust verið dregnar af ellilífeyrinum frá hinu opinbera, krónu fyrir krónu. Miðað við hin upphaflegu loforð, má segja að um stórþjófnað sé að ræða.
En tekjur eru tekjur og af þeim eigum við og verðum að borga skatt. Það myndi ekki íþyngja nokkrum manni þótt ríkissjóður fengi tekjur af inngreiðslum í lífeyrissjóði og það er það sem Lilja hefur verið að tala um.
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 22:35
Já ég er líka búinn að vera á vinnumarkaði svipaðan tíma og kannast við þá umræðu og er þér alveg sammála um þau svik sem þar hafa átt sér stað varðandi að draga lífeyrissjóðinn frá ellilaunum. En tæplega verður bætt fyrir „stórþjófnað“ með enn meiri þjófnaði.Því miður virðist það ekki vera einsog þú heldur fram að Lilja vilji bara að farið verði að taka tekjuskatt af inngreiðslum í lífeyrissjóð heldur heldur hún því fram að ríkið geti vaðið í lífeyrissjóðina og tekið sín 40% og að lögin um að inngreiðslur séu undanþegnar skatti hafi aldrei verið í gildi (bara samkomulag). Það er þetta viðhorf sem mér finnst vægast sagt einkennilegt.Þetta getur þú sjálfur séð ef þú lest það sem hún hefur skrifað um þetta mál. Til dæmis þetta: "Fáranleg hugmynd að setja byggingu fangelsis í einkaframkvæmd þegar ríki og sveitarfélög eiga inni hjá lífeyrissjóðunum sem nemur um 40% af eign þeirra vegna ógreiddra skatta."Og„Sérstakt samkomulag var gert við lífeyrissjóðina um að leyfa lífeyrissjóðunum að ávaxta þar til lífeyri er greiddur út tekjuskattinn sem annars hefði átt að greiða við inngreiðslu í sjóðina.“Þetta var ekkert „sérstakt samkomulag“, þetta voru lög og að ætla sér að ganga á móti þeim lögum afturvirkt er meiri flónska en hægt er að búast við af þingmanni sem vill láta taka mark á sér.
Jón Bragi Sigurðsson, 7.11.2011 kl. 07:41
Já ég er líka búinn að vera á vinnumarkaði svipaðan tíma og kannast við þá umræðu og er þér alveg sammála um þau svik sem þar hafa átt sér stað varðandi að draga lífeyrissjóðinn frá ellilaunum. En tæplega verður bætt fyrir „stórþjófnað“ með enn meiri þjófnaði.
Því miður virðist það ekki vera einsog þú heldur fram að Lilja vilji bara að farið verði að taka tekjuskatt af inngreiðslum í lífeyrissjóð heldur heldur hún því fram að ríkið geti vaðið í lífeyrissjóðina og tekið sín 40% og að lögin um að inngreiðslur séu undanþegnar skatti hafi aldrei verið í gildi (bara samkomulag). Það er þetta viðhorf sem mér finnst vægast sagt einkennilegt.
Þetta getur þú sjálfur séð ef þú lest það sem hún hefur skrifað um þetta mál. Til dæmis þetta:
"Fáranleg hugmynd að setja byggingu fangelsis í einkaframkvæmd þegar ríki og sveitarfélög eiga inni hjá lífeyrissjóðunum sem nemur um 40% af eign þeirra vegna ógreiddra skatta."
Og
„Sérstakt samkomulag var gert við lífeyrissjóðina um að leyfa lífeyrissjóðunum að ávaxta þar til lífeyri er greiddur út tekjuskattinn sem annars hefði átt að greiða við inngreiðslu í sjóðina.“
Þetta var ekkert „sérstakt samkomulag“, þetta voru lög og að ætla sér að ganga á móti þeim lögum afturvirkt er meiri flónska en hægt er að búast við af þingmanni sem vill láta taka mark á sér.
Jón Bragi Sigurðsson, 7.11.2011 kl. 07:42
Setti þetta inn hjá Pallvill og set það líka inn hérna. Eins og sumir.
Það var nokkuð ljóst í upphafi að ef og þegar Lilja ákvæði að stofna nýjan stjórnmálaflokk færu hinir flokkarnir )fjórflokkurinn) á límingunum. Og hvað er árangursríkara en að senda út bloggara til að rakka niður allt sem hún hefur sagt og gert. Þannig eru leikreglur fjórflokksins. Það á svo sem eftir að koma fleira frá þeim það er alveg öruggt. Þess vegna er best að skoða hvað hún hefur fram að færa, og hvað hún hefur gert meðan hún situr á alþingi. Auðvitað eru henni mislagðar hendur, en það geta allir gert svo sannarlega. En miðað við allt og alla sem sitja á Alþingi núna þá hefur maður tekið eftir hennar málflutningi, og því sem hún hefur staðið fyrir. Ég held að hún verði sterkur leiðtogi með sanngirni og heiðarleika að leiðarljóst. Svo er að bíða og sjá hverja hún velur með sér. Ég fyrir mína parta vona að hún leiði saman sem flest smáframboðin og grasrótina, fólkið í landinu en ekki einhver "andlit" og framapotara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 11:18
Ertu með þessu að segja Ásthildur að ég sé gerður útaf "fjórflokkunum" þar sem ég hef tekið eftir alveg fáránlegum málflutningi hjá henni?
P.s. Hvert á ég þá að sækja launin mín?:)
Jón Bragi Sigurðsson, 7.11.2011 kl. 11:40
Ég er auðvitað að elta þig uppi með samskonar krosspóstun, er reyndar búin að svara þér hjá Páli Vill.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 12:42
Sá hluti, sem ekki er skattlagður og skylda er að færa inn í lífeyrissjóðina, er skattlagður þegar hann kemur til útborgunar.
Hvað verður þá um þann hluta sem aldrei kemur til útborgunar hjá lífeyrissjóðunum?
Það eru ekki allir, því miður, sem ná þeim aldri að geta tekið út allan sinn lífeyri og sumir ná alrei þeim aldri að komast nálægt því að hefja töku. Samt hafa þeir unnið fyrir því og lagt inn fjármagn í lífeyrissjóðina.
Hver greiðir skatt af þeim fjármunum?
Benedikt V. Warén, 7.11.2011 kl. 13:16
Það kann að vera hagkvæmara fyrir lífeyrisþegann ef skatturinn er tekinn strax við greiðslu - ef miðað er við núverandi skattálagningu, þ.e. með tekjuskatti en ekki fjármagnstekjuskatti.
Ef lífeyrisþegi fær reiknaðan lífeyri 100.000 á mánuði, dragast frá c.a. 40.000. Ef skatturinn er ekki inní dæminu fengi hann u.þ.b. 60.000 á mánuði. Er þá ekki borðleggjandi að skerðingin hjá TR lækkaði sem þessu nemur?
Kolbrún Hilmars, 7.11.2011 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.