Leita í fréttum mbl.is

Varaformaður svari fyrir einelti innan VG

flokkseigendur_786424.jpgFyrst varaformaður VG er svo bíræfin að tjá sig um eineltismál í opinberum fjölmiðli, meðal annars með orðagjálfri á borð við að slík mál eigi að vera stanslaust í umræðunni, er ekki úr vegi að skora á varaformanninn og mennta- og menningarmálaráðherrann, Katrínu Jakobsdóttur að skýra þjóð sinni, frá gagni eineltismála í flokknum sem hún hefur atvinnu af að þjóna. En sem kunnugt er liggur þungur grunur á, jafnvel full vissa, að innan Vinstrigrænna hafi þeir sem betur mega sín á þeim bæ leyft sér þann munað að leggja vissa flokksmenn í einelti, svo sem eins og þingmennina Ögmund Jónasson, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslason og Ásmund Einar Daðason, svo einhverjir séu nefndir.

Nú væri gott að vita, hvort og hvernig ,varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir, hefur tekið á eineltislátum flokkssystkyna sinna síðan henni var stungið eins og skraufjöður oní varaformannsstólinn við hliðina á Steingrími. Þá væri ekki síður fagnaðarefni, að fá á hreint hvað Katrínu finnst um eineltisböðla og hvað eigi yfirleitt að gera við þessháttar fénað. Er hún t.d. þeirrar skoðunnar, að þeir sem verða fyrir einelti í þingflokki VG eigi fortakslaust að víkja úr þingflokknum? Eða telur hún farsælla að gerendurnir víki af vettvangi?

Eða er eineltissnakk mennta- og menningarmálaráðherrans einungis innantómt blaður og einskisnýtir orðaleppar?


mbl.is Á að vera stanslaust í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér hér Jóhannes.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 15:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Jóhannes, svona er þetta hjá æðstavaldinu líka, en ekki bara í grunnskólunum, framhaldskólum og vinnustöðum víðsvegar.

Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði einmitt það sama og þú segir í þínum pistli, þegar ég heyrði í Katrínu.

Það er ekki undarlegt þó landsstjórnunin sé í tómu klúðri, þegar innréttingar eru ekki þroskaðri og vandaðri hjá þeim frekustu og valdamestu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.11.2011 kl. 17:28

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef að ég myndi lljúga eins oft og mikið að börnum og Seingrímur og Slowhanna að okkur yrði ég úthrópaður sem gerandi eineltis.

Óskar Guðmundsson, 8.11.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband