Leita í fréttum mbl.is

Jómfrúinn og símdólgurinn

kickSatt að segja veit ég ekki hvernig fólk á að taka orðbragði aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Aðstoðrmaðurinn fullyrðir nefnilega að nafgreindur kalldólgur, kominn yfir miðjan aldur, hafi hótað símleiðis að ,,fara í´ana." Þvílíkan munnsöfunuð eiga grandvarir menn eins og ég bágt með að hlusta á kinnroðalaust. Ja, hvílíkt orðbragð, hvílíkur munnsöfnuður!

Svo skilst mér að gamli símdólgurinn sé hinn brattasti og haldi til streitu að fara í blessaða ráðuneytisjómfrúna. Það þarf ekki frekar vitnanna við hvað átt er við. En gaman verður að fylgjast með framvindunni. Ég vona þó heitast, og tala eflaust fyrir munn margra, að jómfrúnni takist að verja meydóm sinn fyrir hinum argvítuga símdólgi og muni hrinda ásóknum hans hverri af annarri, svo lengi sem kallskrattinn lætur á sér kræla.
mbl.is „Þá færi hann í mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband