Leita í fréttum mbl.is

Þó fátt sé um fína drætti koma þó fjölmargir kandídatar til greina

kamar.jpgNúnú það hlaut að koma að því að félagi Ólafur Ragnar sæktist ekki eftir endurkjöri og ekkert við því að segja. En það verður þrautin þyngri fyrir þjóðina að fá þó ekki væri nema skítsæmilegan forseta í stað félaga Ólafs, enda fátt um fína drætti í þeim efnum. Sennilega munum við fá eitthvert kyndugt snuddmenni á Bessastaði af þeirri tegund sem líkja má við geltan fresskött sem liggur geyspandi í besta sófanum í stáss-stofu eigenda sinna.

Og þó.

Það vill svo einkennilega til, að það munu vera fáein eintök á rjátli sem ekki munu fúlsa við að gjörast forsetar Íslands, hálfgerðir útikamrar að vísu en glæsileg eintök samt. Í fljótu bragði koma nöfn eins og Steingrímur J. Sigfússon, Tryggvi Þór Herberstsson, Jón Gnarr, Þorsteinn Már Samherji og Jón Steinar Gunlaugsson uppí hugan, allt sérkennilegir fuglar kunnir af kúnstum og sjónhverfingum. Úr kvennastétt eru virkilega áhugaverðar til forsetastarfs þær Ingibjörg Sólrún, Hanna Birna ráðherra, Álfheiður Ingadóttir og Hildur Lilliendalh. Þá koma spekingar eins og Egill Helgason, Ingvi Hrafn og Þorsteinn Pálsson vel til greina, svo ekki sé nú minnst á Finn Ingólfsson, Jón Ásgeir og Halldór Ásgrímsson.

Jú, þegar betur er að gáð, þá er bara heilmikið af hugsanlegum forsetakandídötum í sjónmáli. En að þessu sinni verðum við að muna að glopra nú ekki þessu æðsta embætti þjóðarinnar í hendurnar á einhverjum forhertum ódámi sem líklegur er til að neita að skrifa uppá icesave-reikninga framtíðarinnar, eða er á móti auðvaldsapparatinu ESB, eða er líklegur til að slá svikular ríkisstjórnir utanundir með blautum sjóvettlingi þegar þær hafa gert í bólið sitt.
mbl.is Sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Og annar bræðranna Ólafsson

Njörður Helgason, 11.6.2014 kl. 13:16

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stjórnarskráin er eini haldbæri vegvísirinn sem er í valdi alþýðu Íslands.

Með Stjórnarskrána að verndarvopni (einfaldlega með að lesa hana og nota), geta allir ólöglærðir einstaklingar skrifað kærur og sótt sitt réttlætismál.

Því miður hefur almenningi verið talin trú um að lagaflækjur embættissvikara séu æðri Stjórnarskránni auðskiljanlegu. Stjórnarskráin er æðri öllum lögum á Íslandi. Notum Stjórnarskrána, og hundsum lögfræðinga-svikara og svikadómsstóla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.6.2014 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband