Leita í fréttum mbl.is

Skemmtiferðir frú Ingveldar, Kolbeins og félaga þeirra á ylströndina í Nauthólsvík

ingv51.jpgO jamm, þrátt fyrir gráa daga og sígrenjandi rigningarfjanda á ylströndunni í Nauthólsvík hefir sú veðrátta ekki komið í veg fyrir allnokkrar ferðir frú Ingveldar og Kolbeins og þeirra fylgifiska í þessa rómuðu útivistarparadís. Það hefir verið umtalað, og þá einatt umvöndunarsömum hneykslunartóni, að föruneyti frú Ingveldar og Kolbeins hafði alltaf verið í óhugnanlega annarlegu ástandi, hagað sér ósæmilega og ósiðlega ásamt því að vera einkennilega ögrandi til fara.

Það efir verið til þess tekið, að í einni ,,skemmtiferð" frú Ingveldar, Kolbeins og félaga í Nauthólsvíkina hafi einhverjir úr hópnum farið í samræðiskeppni og það svo dólgslega, að grandalaust fólk mátti flýja með ofboði með saklaus börn sín af staðnum. Versta uppákoman af öllum vondum hvað þetta varðaði vóru tvímælalaust furðu blygðunarlaus atlot Viggu Sleggju og Vindmeyjar Hross að hvorri annarri, en þá tóku allir, sem ekki vóru í hópi frú Ingveldar og Kolbeins, fyrir augun og létu sig hverfa af vígvellinum.

Auðvitað er það fullkomlega skelfilegur djöfull og andskoti, að ekki sé hægt að starfrækja dásamlega ylströnd í hjarta höfuðborgarinnar öðruvísi en að eiga á hættu, að frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður komi þar askvaðandi með flokk af siðlausum skepnum í eftirdragi. En þar eð stjórnmálasamtök frú Ingveldar og Kolbeins eru þessi misserin saman í ríkisstjórn, þá virðast þessi sæmdarhjón og þeirra vinir eiga allt og mega allt, vera friðhelg og geta gert allan þann óskunda sem þeim þóknast að fremja innandyra sem utan.
mbl.is Dansa í rigningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband