Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverð ferðamannþjónusta.

Sjö Íslendingar, sem sigldu með Hofsósskipi í fyrrahaust, hafa ljóta sögu að segja af meðferð þeirri, sem þeir sættu á hafinu af hálfu skipverja og einkum þó skipstjórans, Buschs. Haf fimm þeirra sent stjórninni í Kaupmannahöfn kæruskjal, stílað til konungs sjálfs.

Skipið var átta eða níu vikur á leiðinni til Kaupmannahafnar, og gerði skipstjórinn sér hægt um hönd og þröngvaði farþegum sínum með valdi til þess að vinna öll sóðalegustu og erfiðustu verkin, sem fyrir komu á skipinum, enda þótt þeir væru búnir að borga far sitt. Einnig voru þeir látnir standa vörð, jafnt dag sem nótt, alla leiðina.

Þegar farþegarnir voru seinir til þeirra verka, sem þeim var skipað að vinna, eða fórst eitthvað klaufalega, voru þeir barðir í ofanálag á annað, bæði af skipstjóranum sjálfum og öðrum skipverjum, ýmist með köðlum, trédrumbum eða öðru, em hendi var næst. Fyrir kom það og, að þeir voru dregnir á hárinu á þann stað, þar sem skipstjóra leist að skipa þeim til vinnu. Fylgdu þessu að jafnaði hinar verstu hrokaskammir, formælingar og svívirðingar um farþegana sjálfa og þjóð þeirra.

Busch skipstjóri hefur svarað kæru Íslendinga, og segir hann meðal annars, að þeir hafi hagað sér eins og skepnur og því verið hæfastir til skítverka, sem skipverjar kveinkuðu sér við, þar sem annarra þjóða menn séu að náttúrufari siðlegri en Íslendingar. (Febrúar 1785)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband