Leita í fréttum mbl.is

Hvað er eiginlega að VGingar?

Þetta er þokkalegð heyra og alsendis óverjandi. Ég get að minsta kosti ekki komið auga á nein haldbær rök fyrir því að VG óski eftir fjárframlögum frá álfabrikkum eða taki yfirleitt við fé frá slíkum fyrirtækjum. Þessi leiðindafrétt leiðir líka ósjálfrátt hugann að því hvort VG hafi einhverntímann í fortíðinni látið sér sæma að taka við peningum frá hinum erlendu auðhringjum, sem verið hafa að planta sér niður hér á landi til að bræða alúmíníum fyrir lágt raforkuverð. Og ekki bætir úr skák, að framkvæmdastýri flokksins, Drífa Snædal, skuli mæla tiltækinu bót og láta þess getið hér sé ekkert óeðlilegt á ferðinni.

Þessu máli er ekki lokið, það er alveg á hreinu.


mbl.is VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona er lífið Jóhannes minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:24

2 identicon

Sæll Jóhannes.

Það er alltaf jafn gaman að lesa þína pistla. Þú talar enga tæpitungu og greinir kjarnann frá hisminu. Skiptir engu þó ég sé ekki alltaf sammála þér

Mér "léttir" eiginlega að finna einhvern sem mælir gegn því að VG. sníki peninga hjá Alcan.

Mér finnst kúnstugast við þetta mál að VG. fólk skuli verja þessa skömm. Skárra hefði verið að viðurkenna mistökin, ef þetta eru þá yfirleitt talin mistök.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband