Leita í fréttum mbl.is

Að tala skýrt.

Eftirfarandi hugleiðing er eftir Ögmund Jónasson:

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEYKIST Á AÐ TALA SKÝRT OG MÁLEFNALEGA

Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var talsvert niðri fyrir í útvarpsviðtali í dag. Hann beindi sjónum sínum að Vinstri grænum, sagði þau vera rauð í gegn og ábygðarleysi að hleypa þeim að stjórnveli landsins.

En hvað skyldi það vera sem Sigurður Kári Kristjánsson óttast komist VG til valda?

- Að bætt verði kjör tekjulægstu hópa samfélagsins?
- Að reynt verði að auðvelda tekjulitlu fólki að eignast eða leigja húsnæði?
- Að kjör öryrkja verði bætt?
- Að kjör tekjulágra aldraðra verði bætt?
- Að dregið verði úr gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu?
- Að launamisrétti kynjanna verði útrýmt?
- Að fátækt verði gerð útlæg úr íslenku samfélagi?
- Að tekjulítil heimili geti menntað börn sín og unglinga?
- Að stefnt verði að því að samræma skattálagningu á mismunandi tekjustofna?
- Að almannaþjónustan verði bætt?
- Að stuðlað verði að lægra vaxtastigi fyrirtækjum og heimilum til hagsbóta?
- Að opinberum fjármunum verði ráðstafað af ráðdeild?
- Að komið verði í veg fyrir að óprúttnir fjármálamenn geri sér pyngju almennings að féþúfu?
- Að heilbrigðisþjónustan verði ekki einakvædd?
- Að horfið verði frá stuðningi við Bush og Blair í Írak?
- Að einkavæðing vatnsins nái ekki fram að ganga?
- Að einkavæðing raforkunnar verði ekki samþykkt?
- Að byrjað verði að vinda ofan af kvótakerfinu?
- Að aðstöðumunur þéttbýlis og dreifbýlis verði jafnaður?
- Að hætt vrerði að einkavæða almannaþjónustuna?
- Að komið verði á gjaldfrjálsum leikskóla?

Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn tali skýrar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á ekki að komast upp með klisjukennda alhæfingarsleggjudóma eins og heyra mátti hjá Sigurði Kára Kristjánssyni á RÚV í dag. Nú verða allir að tala skýrt og beita rökum í málflutningi sínum. Síðan standi menn eða falli með skoðunum sínum. Það erum við í VG reiðubúin að gera. Við gerum hins vegar þá kröfu að við séum látin njóta sannmælis. Við viljum alvöru dóma. Ekki sleggjudóma, hvorki frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins né annars staðar frá. Sjálfstæðisflokkurinn verður að þora að tala skýrt - og málefnalega. Er til of mikils ætlast?

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband