Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Bjarnason og Sólveig kona hans.

  -Hvađa skoffín er nú ţetta, spurđi Bjarni Bjarnason konuna sína og benti út um stofugluggann á frú Ingveldi ţar sem hún ţaut einsog íturvaxin gyđja á ţröngum Nike-búningi eftir gangstéttinni fyrir framan húsiđ.  -Veit ekki. Ţekki ekki ţessa konu, svarađi Sólveig kona Bjarna Bjarnasonar, undrandi og snortin af ţeirri sjón sem viđ blasti á gangstéttinni.  Svo leit hún niđur eftir sjálfri sér og varđ sorgleg til augnanna: rauđur bómullarbolur, margţvćldur og ţveginn, međ fáránlegu hvítu merki framan á brjóstunum og ţar fyrir neđan larfslegar, ljósbláar joggingbuxur, sögđu henni allt sem segja ţarf. –Mađur er orđinn samdauna öllu ţessu fjandans basli; farin ađ grotna niđur án ţess ađ taka eftir ţví, hugsađi Sólveig hnuggin. Ósjálfrátt laumađi hún annarri hendinni afturfyrir sig og kleip sig í ađra rassakinnina, brá henni síđan leifturhratt framfyrir sig og lagđi hana ţétt ađ kviđnum, rétt um ţađ bil sem ţar sem naflinn er. –Ömurlegt! Allt slappt og ţrútiđ! Ég er eins og marglytta, sagđi hún viđ sjálfa sig í hljóđi. –Ţađ er eins og ég hafi vaxiđ einhverntímann út úr mér án ţess ađ taka eftir ţví ţegar ţađ gerđist. Ađ minnsta kosti stenst ég engan samanburđ viđ konuna sem var ađ hlaupa hérna framhjá áđan – ţó erum viđ trúlega á sama aldri.  Fimm mínútum síđar laumađi Sólveig sér inn á bađherbergi, afklćddi sig í snatri, stillti sér ađ svo búnu upp fyrir framan spegilinn á nćrbuxunum einum.  Hún gat ekki leynt vanţóknunarsvipnum á andlitinu yfir ţví sem fyrir augu hennar bar í speglinum – reyndi ţađ heldur ekki.  -Ađ sjá ţetta, tuldrađi hún önug og togađi í kviđholdiđ á sér. Og til ađ kóróna hörmungina, löfđu brjóstin á henni eins og tveir blautir ţvottapokar langleiđina niđur ađ nafla.  -Andskotinn, sagđi hún nćstum upphátt viđ konuna í speglinum og langađi ađ taka hana og fleygja henni í klósettiđ og margsturta niđur á eftir henni,  ţví svona ómynd vćri án efa best geymd í klóakrörum bćjarins.  Svo datt henni annađ í hug: Hvern fjandann átti ţađ ađ ţýđa hjá Bjarna Bjarnasyni bónda hennar, ađ vera ađ skjalla hana međ ţví ađ hún vćri falleg. Gullhamrasláttur af ţví tagi í hennar garđ, var eđli málsins samkvćmt í meira lagi grunsamlegur, í besta falli hótfyndni, ef ekki beinlínis háđ. Ofan í kaupiđ hafđi hún lagt trúnađ viđ ţennan skammarlega ţvćtting og haldiđ ađ Bjarna vćri full alvara. En miđađ viđ útlitiđ á kvenmanninum í speglinum, var ljóst ađ hann hafđi bara veriđ ađ gera gys ađ henni. Nćst ţegar hann slćgi fram einhverju fáránlegu orđagjálfri, međ smeđjusvip á andlitinu um meinta fegurđ hennar, tćki hún ţví ekki orđalaust og međ bros á vör. Aldeilis ekki. Hún skyldi slá hann svoleiđis utanundir, ađ hann stćđi á öndinni eins og građhestur sem étiđ hefđi hundrađ kíló af steinsteypu í ógáti.  Djöfulsins padda ţessi Bjarni Bjarnason sem hún hafđi búiđ međ í stinn tuttugu ár og átt međ fjóra uppivöđslusama krakka...       

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já fegurđin býr í auga sjáandans.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 29.4.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Ljóta skepnan ţessi Bjarni Bjarnason.

Níels A. Ársćlsson., 30.4.2007 kl. 13:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband