Leita í fréttum mbl.is

Löglegur glæpur

auð1Varla er annað hægt en að kalla þennan gjörning Íbúðalánasjóðs undir handleiðslu Eyglóar framsóknarkonu glæp þó svo að hann sé það ekki í lagalegum skilningi. Það getur aldrei verið til hagsbóta fyrir alþýðu manna að íbúðarhúsnæði sé í stórum stíl fært í hendurnar á braskaralýð sem hugsar um það eitt að græða og arðræna.

Það er satt að segja furðulegt, að ekki hafi verið stofnað einhverskonar samvinnufélag í ríkiseign um rekstur þeirra íbúða sem Íbúðalánasjóður og Landsbankinn, sem er í eigu allra landsmanna, hafa tekið af fólki sem ekki hefur ráðið við þær drápsklyfjar sem fylgja því fyrir alþýðufólk að hafa þak yfir höfuði. Þetta er því einkennilegra, að ráðherranefnan sú arna sem hefir húsnæðismál í sínum verkahring, frú Eygló Harðardóttir framsóknarkona, talaði heilmikið fyrir nokkrum árum um samvinnufélög og hve nauðsynlegt væri að koma upp sem flestum slíkum félögum. Reyndar hefur ekki nokkur sála heyrt Eygló þessa framsóknarkonu minnast á samvinnufélög né nokkurn nokkurn annan rekstur í almannaeigu síðan hún varð ráðherra, en það er önnur saga sem segir okkur talsvert um þessa griðkonu gömlu Framsóknarmaddömunnar.


mbl.is Selur 139 fasteignir á einu bretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Er ekki búið að flæma einn ráðherra út úr ríkistjórninni, sem hjálpaði fólkinu?

Það var minn skilningur.

Þegar einhver ráðherra hlíðir ekki, þá sætir hann árásum.

Við skulum sjá hvað setur.

Lesa vel

Kreppufléttan, endurtekið

Egilsstaðir, 20.04.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.4.2016 kl. 12:01

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

 Það sannaðist á hinum brottrekna ráðherra, sem þú átt eflaust við Jónas, að dramb er falli næst.

Reyndar held ég að umrædd ráðherra skömm hafi engu fólki hjálpað nema þeim sem engrar hjálpar þurftu við.

Jóhannes Ragnarsson, 20.4.2016 kl. 12:43

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gamla spekin er sönn.

Drekinn reyndi að útþynna, það sem reynt var að gera.

Betra var að kaupa bankapappírana strax, áður en braski með þá fór af stað.

Riddarinn hugumstóri hafði drekan undir.

Við lásum ekki um Kreppufléttuna hans Tómasar Jefferssonar, til að við gætum hjálpað Riddaranum hugumstóra.

Þá hefðum við vitað að drekinn lánaði aðeins bókhald.

Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.

Egilsstaðir, 20.04.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.4.2016 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband