Leita í fréttum mbl.is

Grunaðar um að pissa í pottinn

ingv14.jpgEkki veit ég nákvæmlega fyrir hvað Kardashiansystur eru frægar, en ég hef einhverskonar hugboð eða grun um að það sé eitthvað fjarska lítilfjörlegt eða jafnvel lágkúrulegt sem meint frægð þeirra grundvallast á. Vera má að þær séu einkum frægar af endemum, og ef svo er læt ég mér það í léttu rúmi liggja. Ýmislegt bendir þó til að systurnar séu vel þekktar fyrir að vera samkvæmisljón í grimmari kantinum. Að minnsta kosti sátu þær með fyrlgdaliði sínu helgarveislu að frú Ingveldar og Kolbeins.

Á heimili frú Ingveldar og Kolbeins komust þær Kim og Kourtney í tæri við skemmtimenningu Íslendinga eins og hún gerist kröftugust, djörfust og sönnust. Að vísu kom þeim æði spánskt fyrir sjónir hvernig Brynjar Vondalykt og Óli Apaköttur fóru að því að bera í þær víurnar og þóktu þeim þeir skemmtilega skelmislegir. Og ekki sigu brúnir þeirra til muna þegar Kolbeinn húsbóndi og Indriði Handreður króuðu þær af útí horni, báðir allsnaktir neðan mittis. En þegar frú Ingveldur og Máría fóru að slást leist Kim og Kourtneyju ekki á blikuna því önnur eins hryðjuverk höfðu þær ekki séð áður. Tilefni átakanna var heldur ekki af verri endanum, en þau brutust út fyrir það eitt að frú Ingveldur kallaði Borgargagnið helvítis bölvaðann graðfugl og landsbyggðarnæpu.

Miðað við síðustu fréttir og myndir af systrunum, þá er ekki enn runnið af þeim eftir veisluglauminn að frú Ingveldar og Kolbeins og skal aungvann undra. Og það skal heldur aungann undra þótt þær hafi verið reknar uppúr heita pottinum við Hótél Rángá, en það stafaði víst af því að starfsmönnum hótélsins var farið að gruna að systurnar Kim og Kourtney ásamt fylgihnöttum væru að dunda sér við að pissa saman við vatnið í pottinum, væru augafull og skítug og til alls líkleg - og þá meina ég til alls líkleg. Eiga starfsmenn Rángár fullt hrós skilið fyrir ábyrga stjórnsemi gagnvart hinum baldna villulýð og ekki kæmi á óvart þótt þeir hafi þurft að kjaftshögga gestina í svefn til að friður og allsherjarregla ríkti á hótélinu.


mbl.is Rekin upp úr pottinum á Hótel Rangá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góð allsherjarregla það!

Jón Valur Jensson, 19.4.2016 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband