Leita í fréttum mbl.is

Þar er nú upplýst að þeir fóru fánavillt

piss2_1243786.jpgÞað hefir nú komið í ljós að þeir sem migu á breiðbliksfánann í gærkvöldi fóru fánavillt. Að sönnu vóru gerendurnir drullufullir við þetta tækifæri, og þegar við bættist náttmyrkur og íllt skyggni, þá þarf aungann að undra þótt þeim hafi sýnst breiðabliksfáninn vera fáni Framsóknarflokksins, enda eru báðar þessar dulur grænleitar. Á meðan félagarnir töppuðu af sér á fánan, er þeir hugðu framsóknarfána, þá sagði einn þeirra frá því þegar hann meig innum glugga hjá framsóknarmanni og beint framan í hann. 

Svo kom í ljós að hin útmígna tuskudrusla var ekki einkennisveifa þeirra í Framsóknarfjósinu heldur fáni veleðla íþróttafélags í Kópavogi. En þá höfðu bæði Máría Borgargagn og búrtík hennar sett svip sinn á niðurlægðan fánann. Þess ber að geta, að Borgargnið vissi vel hvaða fáni þetta var, en hún góð framsóknarkvinna og hefði aldrei gert neitt þessu líkt við virðingarmerki Framsóknar, hinsvegar hatar hún Breiðablik og það gjörir búrtík hennar líka, auk þess var hún ódrukkin, andstætt við drengfjandana sem missýndist. 


mbl.is HK-ingar pissuðu á fána Breiðabliks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband