Leita í fréttum mbl.is

Öryrkjaplágan og lok búsetu á Íslandi

assEinhver versta plága sem þekkt er frá upphafi mannkyns, örykjaplágan, veður nú yfir lög og láð eins og Andskotinn sjálfur þa þeysireið. Auðvitað hafa Samtök atvinnulífsins, sem eru eru beintengd móðurlífinu að sjálfra þeirra sögn, miklar áhyggjur af öryrkjaplágunni og ætla í stíð við hana og ekki unna sér hvíldar fyrr en síðasti öryrkinn liggur hauslaus í valnum. Það er náttúrlega fjallgrimm vissa atvinnurekenda, að allir öryrkjar séu að leika, það sé ekkert að þeim nema skrópasýki; þessi kvikindi vilji ekki vinna og geri sér upp veikindi til að fá að vera á fóðrum hjá ríkinu.

En hjá Samtökum atvinnulífsin eru séðir menn, þó svo þeir hafi ekki séð við skrópagemlingunum, því þeir hafa komið sér upp þjóðskipulagi þar sem helftin af vinnudýrunum þeirra er ánauðugt fólk, bundið á skuldaklafa sem nær langt út fyrir gröf og dauða. Að þessu sinni er sem atvinnurekendum vanti fleiri þræla í þrælabúðir sínar og vilji því reka alla krypplinga útúr örorkuholunum og láta þá vinna þar til hægt er með góðri atvinnurekendasamvisku að henda þeim í ruslið. Og til að setja aðgerðina gegn örorkuskrópagemlingunum í vísindalegan búning eru sett upp línurit og súlurit til að fólk geti séð með eigin augum hvurskonar plága það er sem við er að eiga.

war2_1241493.jpgFyrir stuttu lýsti glæsilegur fulltrúi Samtaka atvinnulífsins því yfir á helgarsamkomu hjá frú Ingveldi og Kolbeini Kolbeinssyni, að vetrarhörkurnar, móðuharðindin, fjárkláðinn og stórabóla væru smámunir, hégómi og hismi, miðað við öryrkjapláguna og hið illa eðli hennar, skrópagemlingana og djöfullegt innræti þeirra. Ef fram héldi sem horfði endaði það með landauðn, því atvinnurekendur mundu gefast upp og flýja til Tortólu og skilja skrópagemlingana eina eftir með örorkuna og þeir væru allir dauðir úr uppgerð og ómennsku innan örfárra vikna og þá væri enginn eftir til að gefa hundunum.  


mbl.is „Þróunin getur ekki haldið svona áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband