Leita í fréttum mbl.is

Kveðst ætla að giftast hundi

ing40Eldsnemma í morgun var frú Ingveldur svo uppveðruð, að hún lýsti því yfir í heyrenda hljóði, að hún ætlaði að fá sér hund og giftast honum og láta hann sofa í hjónarúminu hjá sér, en helvítis öfuguggagerpið hann Kolbein ætlaði hún að leiða til fletis í miðstöðvarkompunni og þar ætti hann framvegis að sofa úr sér vímurnar. Brynjar Vondalykt spurði þá frú Ingveldi hvort hún hefði einhvern sérstakann hund í huga sem hún vildi giftast, en frú Ingveldur svaraði því til, að það verði örugglega geðslegra hundsspott en hann. Svo bætti hún við, eins og hún væri að tala við þriðja aðila, að Brynjar Vondalykt væri hundaskítur og rotta á heimsmælikvarða, viðbjóðslegur hjónadjöfull og andstyggð allra manna.

Þá reis Indriði Handreður upp við dogg, er hann heyrði orðaskipti Frú Ingveldar og Vondulyktarinnar: Hann mælti: Heldur þú, frú Ingveldur, að nokkur prestur vilji koma nálægt því að gefa þig saman við hund og lýsa ukkur hjón? - Halt þú kjafti helvítis Handreðurinn þinn, svaraði frú Ingveldur. - Þú gekkst að eiga hjallmerina Máríu Borgargagn, sem nú liggur hér undir eldhúsborði á hvolfi, nærbuxnalaus og lyktar eins og margföld súrheysgryfja. Um leið og ég vissi að þú vildir kvænast Borgargagninu vissi ég að þú værir óbetranlegur aumingi, lágmenni og illmenni. Þá spurði Indriði Handreður frú Ingveldi aftur að því, hvaða prestur hún héldi að vildi gifta han hundi, en frú Ingveldur svaraði með því reka löppina í viðmælanda sinn svo að hann þagnaði.

Á meðan þessum viðræðum fór for fram, lá Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri, framsóknarmaður og eignmaður frú Ingveldar, í öngviti, hálf nakinn, í fyrrnefndri miðstövarkompu. Þar inni var andrúmsloftið þess eðlis, að aunginn lifandi maður gæti dvalið þar innan dyra lengur en í tvær sekúndur. En Kolbeinn virtist sofa nærandi svefni í óloftinu, rjóður í kinnum og hroturnar minntu á vélarhljóð í jarðýtu. Eftir orðum frú Ingveldar að dæma, bíða hans þau örlög að búa framvegis í miðstöðvarkompunni meðan frú Ingveldur fær afganginn af heimili þeirra til einkaumráða með nýjum eiginmanni sínum, hundinum.


mbl.is Adele búin að gifta sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Ha ha ha ha ha ha laughingflott saga

Ármann Birgisson, 5.3.2017 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband