Leita í fréttum mbl.is

Viđreisnarstjórnin og viđreisnarbastarđar nútímans

x40Einkennilegur leppalúđi ţessi Pawel, hann slagar hátt upp í ađ vera eins skrýtinn og Viđreisnar-Bensi, enda eru ţeir báđir starfsmenn í útibúi Sjálfstćđisflokksins, Viđreisn. Sjálfstćđismönnum ţótti gráupplagt ađ vísa til ríkisstjórnar auđvaldsflokkanna Sjálfstćđisflokks og Alţýđuflokks sem var viđ lýđi milli 1960 og 1970 og kölluđ var viđreisnarstjórnin ţegar ţeir gáfu útibúinu sínu nafniđ Viđreisn.

Sjálfstćđismenn halda nefnilega ađ viđreisnarstjórnin sáluga hafi veriđ fjarskalega góđ stjórn, vinsćl stjórn og vitiborin stjórn. Samt veit enginn hvađ ţessi stjórn reisti viđ, allra síst sjálfstćđismennirnir sjálfir, hvađ ţá krataskiturnar sem voru helmingurinn af ,,viđreisnarstjórninni." En stađreynd sögunnar talar sínu máli. ,,Viđreisnarstjórnin atarna lá allan sinn líftíma eins og dauđ marglitta og lét gríđarleg uppgrip síldaráranna á ţessum áratugi halda samfélaginu gangandi. En ţví miđur, eins og jafnan áđur, gerđi síldarfjandinn ,,viđreisnarstjórninni ţann ekkisens óleik ađ hverfa af vettvangi undir lok sjöunda áratugarins og efnahagur ţjóđarinna hrundi međ brauki og bramli. Á fyrsta ári áttunda áratugarnins létu landsmenn ţađ verđa sitt fyrsta verka ađ kjósa Sjálfstćđisflokkinn og krataskiturnar í Alţýđuflokknum, gegnsósa af auđvaldshyggju og undirlćgjuhćtti, burt úr ríkisstjórn. Ţađ kom svo í hlut sósíalistanna í Alţýđubandalaginu ađ sjá um viđreisn atvinnuveganna um land allt. 

Ţegar frjálshyggjuskrílnum í Sjálfstćđisflokknum, en nú til dags er nćr eingöngu frjálshyggjuskríll í ţeim Flokki, hugkvćmdist ađ efla völd sín á stjórnmálasviđinu međ ţví ađ opna útibú međ ,,viđreisnar" heiti, fór hrollur um alla ţá sem kunna ađ lesa í pólitík og vita ađ ţar sem annars stađar eru 2+2=4 en ekki 3 eđa 5. Efir síđustu kosningar sátu kjósendur uppi međ Sjálfstćđisflokkinn einan í ríkisstjórn og fram undan er meiri frjálshyggja, fleiri ódulbúnir fasistískir tendensar, enn meiri ójöfnuđur og ranglćti. Ţúsundi kjósenda, sem ekki voru áttađir og kunna ekki samlagningargaldurinn um 2+2 í pólitík, sitja uppi međ sárt enniđ međ ţá uppgötvun í farteskinu ađ ţeir hafi kosiđ Svarta-Pétur í októberkosningunum, ţeir héldu nefnilega ađ Viđreisn og Bjarta framtíđin vćru eitthvađ annađ en ţeir eru í raun og veru. Ţví miđur er síldin ekki á vettvangi, eins og á sjöunda áratugnum, til ađ steypa viđreisnarbastörđunum af stóli; í ţeim efnum verđum viđ ađ treysta á okkur sjálf ađ ţessu sinni.


mbl.is Voru menn ađ kaupa sér vinsćldir?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband