Leita í fréttum mbl.is

Búiđ ađ bera kennsl á skítakallinn og handtaka hann

voffFyrst í stađ eftir af fréttin af skítakallinum viđ póstkassann hafđi borist eins og eldur í sinu um landiđ fór af stađ kenning um ađ ţessi mađur vćri ađ hefna sín. Hinsvegar vissi aunginn á hvurjum hann var ađ hefna sín né fyrir hvađ. Ţar međ var ţessi snjalla kenning úr sögunni, - ađ minnsta kosti í bili. Einhverjir gátu sér ţess til ađ hinum dularfulla náunga hafi veriđ orđiđ mikiđ mál, en soleiđis málflutningi var strax vísađ til föđurhúsanna sem fáránlegu vitleysisbulli. Ţar međ voru landsmenn orđnir uppiskroppa međ tilgátur og rök og voru vel komir á veg međ ađ gleyma skítakallinum viđ póstkassan fyrir fullt og allt.

En ţá var ţađ ađ sú glögga kona Máría Borgargagn gerđi sér lítiđ fyrir og bar kennsl á kauđa. Af sínu áunna innsći á köllum međ buxurnar á hćlunum sá hún í hendi sér ađ ţarna var kominn fornvinur hennar Jón Glámur gítarleikari, frćndi Óla ţ. Apakattar. Nú hefir Jón Glámur veriđ galinn um hríđ af skynvillumeđölum af ýmsu tagi og hafđi einmitt tekiđ inn einar fimm tegundir af ţessháttar sćlgćti og skolađ ţví niđur međ kogara ţegar hann átti leiđ framhjá póstkassanum alrćmda. Ţađ sér hvur mađur ađ sá sem er nýbúinn ađ sporđrenna fimm sortum af hressingarstöffi ásamt međ brennsluspritti er mjög líklegur til ađ fá heiptarlega ađkenningu í innyflin.

Ţegar Máría Borgargagn hafđi leyst leyndardóminn um ókennda mannin, sem öll ţjóđin var ţá ţegar farin ađ hata af öllu hjarta, lét hún lögregluna vita. Og Hálfdán lögregluţjónn fann Jón Glám gítarleikara innan stundar inni á vitfirringahćlinu sem hann hefir búiđ á upp á síđkastiđ. Lćknarnir, hjúkrunakonunar og hinir sjúklingarnir urđu steini lostin ţegar lögregluţjónn í fullum skrúđa, međ strípur á öxlunum og í gljáfćgđum leđurstígvélum, kom askvađandi inn um útidyrnar, óđ inn ganginn og inn á setustofuna ţar sem Jón Glámur sat glorulegur til augnanna og drakk kaffiđ sitt. Enn nú meir urđu viđstaddir hissa ţegar hinn ađvífandi lögregluţjónn ţreif til hins ástsćla gítarleikar og misţyrmdi honum á stađnum. Og viđstaddir voru svo agndofa ţegar Hálfdán lögregluţjónn dró gítarleikarann rúmlega hálfdauđann á eftir sér á annarri löppinni út ađ lögreglubifreiđinni og kastađi honum ţar inn eins og kartöflupoka ađ enginn hafđi mátt í sér til ađ depla augunum, hvađ ţá meir. 


mbl.is Fyrst og fremst brot á mannasiđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband