Leita í fréttum mbl.is

Enginn lausn á áttræðisvandamálinu í sjónmáli

kol29Það er ekki einleikinn andskoti hvað mönnum á áttræðisaldri getur dottið í hug að aðhafast; þeir eru sem maður segir til alls vísir, útsmognir og ófyrirleitnir og síðast en ekki síst: stórhættulegir. Nú segja sumir að vandkvæðum sé bundið að koma í veg fyrir að menn komist á áttræðisaldur og forvarnarúrræði fyrir þennan þjóðfélagshóp engin. Að öllu samanlögðu er endanleg lausn á áttræðisaldursvandamálinu ekki í sjónmáli, stjórnvöld sinnislítil og blauð að taka á vandanum og samfélagið illa meðvitað um skaðræði ummrædds aldursskeiðs. Samt liggja fyrir niðurstöður bestu og færustu sérfræðinga um þjóðfélagslegt tjón af völdum fólks á áttræðisaldri.

Aldrei þókti gamli Kolbeinn Kolbeinsson vel góður, jafnvel í barnæsku sýndi hann af sér fólsku og kaldhamraðann ósveigjanleika, en þá hann varð sjötugur keyrði um þverbak. Gamli Kolbeinn er sem kunnugt er tengdafaðir frú Ingveldar þar eð Kolbeinn eignmaður hennar, skrifstofustjóri og framsóknarmaður, er sonur gama Kolbeins. Um langan aldur stýrði Kolbeinn eldri stöndugum einkafyrirtækjum og samvinnufélögum þvers og kruss og var mikill fjáraflamaður fyrir sjálfann sig. En daginn sem hann komst á áttræðisaldurinn settist hann í helgan stein, enda konan dauð og sonurinn kominn í hjónaband með einhverri snjöllustu konu landsins. Og eins og endranær var karlinn ekkert að tvítóla við hlutina, eins og sagt er, og hreiðraði um sig á dvalarheimili aldraðra og hóf þegar harðsnúin umsvif á hinni nýju bækistöð sinni.

Það voru ekki liðnir nema tíu dagar frá komu Kolbeins eldra á dvalarheimilið að þrjár starfsstúlkur voru hættar störfum og farnar að ganga til sálfræðinga og áfallahjálpara. Aðrir íbúar þessa kyrrláta samfélags fóru fljótlega að kvarta sáran undan hinum nýkomna íbúa og sögðu að það væri betra að liggja í gröfinni en að búa undir sama þaki og þetta illfygli. En gamli Kolbeinn hélt sínu striki og heldur því enn. Hann hefir barið ellimóða karla með staf sínum járnbentum og hótað að barna gömlu konurnar ef þær haldi ekki kjafti, og gömlu konurnar hafa klemmt saman lærin af flogakenndri örvæntingarskelfingu. Forstöðukvinnuna tók hann sér fyrir frillu eftir rúmlega mánaðar heimilisfesti á dvalarheimilinu og auk þess tvær hjúkrunarkonur fyrir hálf-frillur. Þá er sagt að karldjöfullinn sé andstyggilega matvandur og fleygi iðulega disknum og því sem á honum er í eldhúsfólkið með hatrömmum svívirðingum og bölvi. Og allir eru samdóma um að annað eins ómenni og fantur hafi ekki þekkst á stórheimili á Íslandi síðan Arnes Pálsson útileguþjófur var á dögum í fangelsinu við Arnarhól.


mbl.is Færði 31 fasteign yfir í önnur félög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband