Leita í fréttum mbl.is

Svo mælti stórsöngvarinn - og þannig brást hundur Arinbjarnar við

opera,,Sá maður sem sýngur öðrum til skemtunar er fífl, og þó enn meira fífl sá sem sýngur sjálfum sér til skemtunar." Svo mælti stórsöngvarinn Garðar Hólm, mesti söngmaður Íslands frá landnámsöld og til dagsins í dag. Hann sagði líka, að það læri enginn að syngja; ennfremur að ævinlega eigi að syngja eins og verið sé að syngja yfir marhnút, annar söngur sé falskur.

Efilaust hefir Hrefna Líf Ólafsdótiir Snapp orð Garðars Hólm að leiðarljósi er hún syngur fyrir hundana. Þó er sá munur á að þegar sungið er yfir hundum þá æsast þeir upp, en þegar sungið er yfir dauðum marhnúti gerist ekki neitt því marhnúturinn er dauður og engar sögur eru af því að slíkur fiskur hafi risið frá dauðum fyrir söng.

Einhverju sinni tók Arinbjörn Arinbjörnsson upp á því af vangá að syngja fyrir hundinn sinn. Seppi brást hart við og trylltist. Þeir er að komu sögðu að þegar þá bar að hafi Arinbjörn legið blóðugur á gólfinu og öll fötin í tætlum en hundfjandinn setið ofan á hinum fallna og spangólað. Síðan hefir Arinbjörn gætt þess vandlega að hundurinn hans heyri aldrei söng. Segjum nú sem so, að Arinbjörn færi í sitt fínasta púss, því hann væri að fara í jarðarför, og hann tæki hundinn með. Það væri verið að jarða merkispersónu og frægur ópérusöngvar í kjól og hvítt hefði verið fenginn til að syngja yfir hinum burtgengna og skemmta syrgendunum dálítið í leiðinni. En þegar ópérusöngvarinn hefur upp raust sína þá trompast Snati Arinbjarnar, honum halda aungin bönd, og hann ræðst í hendingskasti á ópérusöngvarann fyrir altarinu, rífur klæði hans í tættlur og blóðgar hann hér og þar. Alla rekur í rogastans, nema þann sem hvílir lúin bein í kistunni, því þó hann viti fullvel hvað fram fer í krigum hann þá er honum alveg sama, er bara feginn að einhver viðstaddra hafi þó haft vit á að kæfa öskrin í ópérusöngvaranum.


mbl.is Heldur tónleika fyrir hundana sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband