Leita í fréttum mbl.is

Alræmd samtök komin að fótum fram og himinskautasigling með varga í lestinni

strandNú er þannig komið fyrir veslings gömlu Framsóknarmaddömunni að útlit er fyrir að þeir fáu húskarlar og griðkonur sem enn eru á rjátli innann veggja Framsóknarfjóssins séu öll sem eitt á leið í Fjóshauginn. Þá verður Framsóknarfjósið tómt og geymir aðeins líkið af gömlu Maddömunni, því hún mun óhjákvæmilega andast ein og yfirgefin í kör sinni þegar enginn verður eftir til að þjónusta hana. Sömu örlög bíða Björtu framtíðarinnar og Viðreisnar, en hvort þeim verður líka fleygt í Framsóknarfjóshauginn er ekki ljóst á þessari stundu; hitt er þó vitað að sá haugur er ætíð opinn fyrir hverskyns óþverra sem þar að farga.

Hin alræmdu samtök, sem kenna sig við sjálfstæði, ramba nú á barmi þess að springa í loft upp vegna fjölmargra illvígra innanmeina. Fjölmargir hafa nú þegar yfirgefið þennan veiklaða og úrkynjaða flokk og fjömargir stuðningsmenn hans eru komnir á ystu brún þess að yfirgefa hann líka. Einn dyggur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir ástandinu á hinu forfræga Höfuðbóli íslensks kapítalisma á þá leið, að helstu flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins hafi sammælst um að skíta í neisluvatnsbrunn flokksins með þeim afleiðingum að gjörvallur flokkurinn logi nú stafna á milli af pólitískri kóleru sem sjái ekki fyrir endann á. 

Á meðan þessu fer fram á Höfuðbólinu og í Framsóknarfjósinu hækkar gengi VG fyrirhafnarlaust þrátt fyrir að hafa innandyra andstyggilegar grýlur á borð við Steingrím, Álfheiði og Svavarsfjölskylduna. Himinskautasiglingu VG lýkur sjálfsagt með ríkisstjórnarupphefð á kjördag; en þá fer líka heldur að vandast málið fyrir Kötu litlu, því yfirforinginn Steigrímur mun krefjast ráðherrastóls undir rassinn á sér, helst nokkurra ráðherrastóla, og Svarsfjölskyldan mun líka krefjast sinna ráðherrastóla til að sýna þjóðinni hvað hún er fín og flott fjölskylda með nef fyrir borgaralegri yfirstéttarmenningu. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Kötu litlu tekst til við að bægja hinum gráðugu og ráðherrastólaþyrstu vörgum frá dýrðinni og senda þá norður og niður eins og þeir eiga svo sannarlega skilið. 


mbl.is X-M mælist með meira en X-B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband