Leita í fréttum mbl.is

Ferđ Kolbeins til kvensjúkdómalćknisins

drÁ sínum tíma olli ţađ frú Ingveldi heilmiklum heilabrotum hvernig í andskotanum gćti stađiđ á ţví ađ Kolbeinn eiginmađur hennar Kolbeinsson mćldist vanfćr eftir ađ hafa mígiđ á einhverskonar óléttuprófspinna. Viđ endurtekningu kom aftur sama niđurstađa og ţá fór frú Ingveldur međ helvískan kallgepilinn til kvensjúkdómalćknis til ađ fá botn í ţetta óhuggulega mál. Nú, kvensjúkdómalćknirinn gerđi sig sérstaklega alvarlegan í andlitinu međan hann skođađi Kolbein, en frú Ingveldur sat á stóli og fylgdist gaumgćfilega međ rannsókninni. Ţetta var mjög vel af sér vikiđ hjá lćkninum, ţví sannast sagna var hann ađ springa úr hlátri allan tíman međan hann skođađi sjúklinginn og spjallađi viđ hann. Ađ lokum kvađ kvensjúkdómalćkninirnn upp ţann úrskurđ, ađ hér vćri um svo sjaldgćft tilfelli ađ rćđa, ađ hann sći sig nauđbeigđan til ađ senda Kolbein í tékk og eftirlit hjá Gottfređi Gottfređssyni lćkni.

Og Gottfređ Gottfređsson var í fjarska góđu skapi ţegar hann tók á móti ţeim hjónum, frú Ingveldi og Kolbeini manni hennar. Enda var hann fljótur ađ úrskurđa, etir ađ hafa potađ löngutöng ţéttingsfast í belginn á Kolbeini, ađ hann var vanfćr, einhver andskoti hefđi barnađ hann og nćsta vers vćri ađ tilnefna hugsanlegan fađir ađ ţunganum. Kolbeinn leit ráđaleysislega á eiginkonu sína og muldri upp, ađ honum kćmu helst í hug Brynjar Vondalykt, Óli Apaköttur og Indriđi Hnadređur, en sá hćngur vćri samt á, ađ nefndir heiđursmenn vćru allir ófrjóir. En Gottfređ sagđi Kolbeini ađ leysa ofan um sig og leggjast á magann, ţađ vćri nauđsynlegt ađ kíkja ögn betur á herlegheitin.

Eftir ađ hafa rýnt stíft inn í iđur Kolbeins, sagđi Gottfređ lćknir og glotti viđ tönn, ađ mikiđ mćtti vera ef Kolbeinn vćri ekki hvolpafullur. - Ja, hvur djöfullinn sjálfur, varđ frú Ingveldi ađ orđi, en Kolbeinn rak upp hrygluvćl. - Ţađ ţýđir ekkert ađ vćla, Kolbeinsrass, sagđi Gottfređ, - ţú mátt ţakka fyrir ađ hafa ekki fengiđ hundaćđi líka, bölvađur umskiptingurinn ţinn. Frú Ingveldur stóđ upp af stólnum og steytti hnefann framan í Gottfređ og heimtađi fóstureyđingu. En lćknirinn svarađi ţví til, ađ ţá yrđi hún ađ tala viđ dýralćkni. Lengri varđ ţessi lćknisheimsókn ekki, ţví Gottfređ mátti taka til fótanna undan frú Ingveldi, sem komin var í manndrápsham. En Kolbeinn, auminginn sá arni, dró upp um sig brćkurnar og spennti beltiđ.  


mbl.is Fá afslátt fyrir ţvagblauta auglýsingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband