Leita í fréttum mbl.is

Víst er nóg af geggjuðum ráðherrum

Það er víst nóg af geggjuðum ráðherrum, hérlendis sem erlendis, þó þeir séu ekki beinlínis með géðhvarfasýki eður skítsófreníu. Þessir fjandar koma nógu vel fyrir, að minnsta kosti í upphafi, en svo kemur upp úr dúrnum að þeir eru undirförulir, lýgnir, þjófóttir, hysknir og almennt talað geðbilaðir af einhverskonar siðblindu. Svo dregur stjórnarfarið dám af þessum ósköpum í ráðherrastólunum með Hruni og bófum svo hvurgi sést handa skil.

hangi2.jpgEitt ráðherragerpið fékk því til leiðar komið, að frú Ingveldur hefir til fjölda ára verið á föstum fjárlögum Alþingis og það ekki all-lágum. Þetta á víst að heita ,,virðingarvottur" Flokksins til frú Ingveldar vegna óvenjulegar hæfni hennar í Flokksstafinu og því ekki nema sjálfsagt að láta andskotans sauðsvarta almúgann greiða þennan góða reikning með sköttum sínum. Sjálf segir frú Ingveldur, að það sé erfitt núorðið að fá aldeilis óbrjálaðan ráðherra til starfa; þeir sem eftir ráðherradómi sækist séu nánast eingöngu stórbilaðir menn og konur, sem ættu hvurgi betur heima en inni á vitfirringahæli með sínum líkum. Nú, ráðherra nokkurn hengdu þeir í ljósastaur og voru dæmdir til margra ára fangelsisvistar fyrir vikið; af því má ráða, að ráðherrar eru friðhelgir eins og fuglar í útrýmingarhættu.

En hvur ætli sé meining Sagafilm með því að framleiða sjónvarpsþætti um geggjaða ráðherra? Vita þessir menn ekki, að nóg væri að gera raunverleikaþætti um þessa leiðinlegu stétt og sýna eftir veðurfréttirnar á Ríkissjónvarpinu? Nú er til dæmis búið að vera að eltast við einn ráðherrann svo vikum og mánuðum skiptir til þess að steypa honum af stóli, setja hann af, en ekkert gengur; altaf er ráðherraskömmin skrefinu á undan stjórnarandstöðunni og hlær að henni fyrir aulaskapinn. Rétt er, af gefnu tilefni, að taka fram, að stjórnarandstaðan býr við þann harm að vera fram úr hófi fátæk af andlegum verðmætum og hefir því ekki burði til að snúa niður einn ráðherra í galsakasti.   


mbl.is Þættir um ráðherra með geðhvarfasýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þegar ég hafði lesið fyrstu þrjár línur fréttarinnar hélt ég að um raunveruleikaþætti væri að ræða og að ráðherrann væri Jóhanna Sigurðardóttir. En svo las ég áfram og sá að notað var persónufornafnið hann, sem víst aðallega er notað um karlmenn og konur með kynáttunarvanda. Jaá, heyrðu, bíddu nú við... 

Aztec, 4.2.2018 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband