Leita í fréttum mbl.is

Ónothæfir bæjarstjórar og embættanir á eiturbyrlunum

cat2Alltaf er sama sagan með þessa bæjar- og sveitarstjóra, þessa hálauna tralla, aldrei geta þeir gert neitt þegar virkilega liggur við og heiður samfélagsins er í veði. Í Hveragerði leikur miskunarlaus morðingi lausum hala, sálsjúkur, siðblindur illhryssingur, sem byrlar köttum eitur, hroðalegt frostlögseitur, sem gerir útaf við fórnarlöbinin með ólýsanlegum kvölum.

Fyrir stinnum hundrað árum tók einn karlinn í minni sveit upp á því að byrla melrökkum og örnum eitur. Svo fór hann að lauma ólyfjan sinni fyrir ketti, hunda og hross. Loks gaf hann kerlingu sinni þetta refaeitur saman við skyr. Eins og við manninn mælt þá fór konan að froðufella, fékk heiptarlegar innantökur, féll saman og var örend fyrir miðnætti. Þegar þetta spurðist út gerðu karlarnir í sveitinni sér ferð til eiturbyrlarans, færðu hann upp í gil og hengdu hann á planka sem lagður var þvert yfrum gljúfrið.

Tveimur mannsöldum síðan upp reis dóttursonur eiturbyrlarans og þókti snemma líkur afa sínum í illverkum og andstyggilegu framferði. Sá djöfsi tók sem sé upp á þeim andskota og lauma frostlegi ofan í saklausar skepnur svo þær geyspuðu golunni, sumar á sérlega hryllilega kvalafullan máta. Þá rifjuðu heimamenn upp söguna af afanum og tóku í framhaldi af því sonarsoninn fastan án dóms og laga. Og nú var ekki verið að draga fantinn, ósamvinnuþýðan, upp í fjall til að hengja hann þar í gilinu eins og afann. Nei, sveitungar mínir ákváðu að hafa ekki svo mikið við heldur stungu trekt ofan í kokið á eiturbyrlaranum og helltu þar í líter af frostlegi, sem rann allur ofan í maga hans. Nokkru síðar var sonarsonurinn dauður, lá helblár með grænleita froðu við munnvikin bak við bifreiðarverkstæðið á staðnum.


mbl.is Takmarkað sem bærinn getur gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband