Leita í fréttum mbl.is

Ill meðferð á dýrum og endalok Kjötverslunar Kolgríms Hvarfdals

Hundur að mígaSjáum nú til vinir mínir. Ef mér skjöplast ekki því meir hefir eigandi hvolpsins gjörst sekur við hundraðastu og elleftu (111.)meðferð á dýrum, en slík meðferð ber, sem kunnugt er, vott um grimmt og guðlaust hjarta og því hafa yfirvöld tekið hvolpinn af eigandanum. Merkilegt er að Matvælastofnun er yfirvaldið sem hefir að gera með hundruðustu og elleftu meðferð á dýrum, þar með töldum hvolpum, sem bendir til að hvolpar séu fyrst og fremst matvara á Íslandi, sem kemur á óvart þar sem hvolpa- og hundakjöt hefir ekki, svo ég viti, sést í kjötborðum verslanna né gengið kaupum og sölum á hinum svarta markaði.

Þetta hvolpa- og hundakjötsmál leiðir aftur hugann að því, að ýmsar ketvörur eru þeirrar náttúru, að ómögulegt er að segja til um hvað í þeim er. Kétfars og pepperónípylsur eru ískyggileg dæmi um hulið innihald og hafa vísir menn haldið því fram að í þessum vörutegundum ægi saman allrahanda kéti, allt frá máfaketi, nagdýra- og kattaketi til kýrkjöts og svínapunga. Einn þessaravísu pilta uppástendur, að honum hafi dreymt ókunnugan hund, þrjár nætur í röð, eftir að hafa etið pepperónípizzu, og lét hundfjandinn heldur ófriðlega eins og hann væri óánægður með hlutskipti sitt. 

Kolgrímur Hvafdal kjötkaupmaður, náfrændi Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra, rak vinsæla kjötbúð í Reykjavík þangað til hann varð skyndilega geggjaður. Hann vaknaði einn morguninn eins og ekkert hefði í skorist og var þá orðinn fullkomlega heilgalinn í höfðinu, eins og danskurinn segir. Í fljótu bragði gat engann grunað að Kolgrímur væri orðinn brjálaður því hann var jafn yfirvegaður og vinsamlegur og hann átti að sér. Hið eina sem benti til að ekki væri allt með felldu var að í kjötborði Kolgríms þennan morgun voru komnar harðla nýstárlegar vörutegundir: Á skiltunum, sem kjötið var merkt með í borðinu, stóð ekki lengur nautakjöt, lambakjöt, grískótelettur, heldur voru þarna komnar til sögunnar tegundir eins og merarkjöt, hvolpafillet og hundsbelgjarslátur. Um hádegi var búið að loka Kjötverslun Kolgríms og draga fyrir alla glugga og Kolgrímur sjálfur kominn á lokaða deild á Kleppi og lögregla og matvælafræðingar farnir að rannsaka kjötið með tilliti til af hvað dýrategundum það væri í raun og veru. 


mbl.is Hundaeigandi sviptur hvolpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband