Leita í fréttum mbl.is

Hvítbirnir, ísbirnir, hrútar og tvær hálfblindar kellingar

ulfur-i-saudarg_665314234Og so var það manninn sem ætlaði í bordel om aften, hann komst í kast við hvítibjörn og kom allur tættur og spændur heim til konunnar sinnar. Síðar sagðist honum svo frá, að helvítis björninn hefði ætlað á bordelið líka og verið reyna að troða sér framfyrir. - Það gat ég bara ekki þolað og þreif í dindilskottið á kvikindinu og rykkt so fast að helvítis sottið rifnaði af honum. Meira þurfti þessi hvítibjörn ekki til, því hann varð kolvitlaus og réðst á mig með kjapti og klóm.

Nú er það svo, að hvítibjörn er ekki sama skepna og ísbjörn, það er af og frá. Hér fyrr meir kallaði gamla fólkið hvítibjörninn hveitibjörn út af því hve sólginn hann er í hveiti. Ísbjörninn er hinns vegar hið versta illyrmi og villudýr, sem hikar ekki við slá fólk í hel með hramminum og éta það síðan eins og soðýsu með kartöflum. Ef rétt er að hvítbjörn hafi numið land á Melrakkasléttu eiga þeir það að reyna að ná birninum lifandi og ala hann á bási með hestunum eða kúnum. Ef þetta er ísbjörn eiga melrakkingar að taka til fótanna, jafnvel hlaupa í sjóinn undan óvininum, ef ekki vill betur.

Í fyrra rákust tvær fullar kellingar á hrútskratta upp á bökkum einhversstaðar fyrir norðan land. En af því kellingarnar vóru fullar, hálfblindar og kolvitlausar, héldu þær að þetta væri soltin ísbjörn og hlupu eins og andskotinn beint upp í kletta í fjallinu fyrir ofan. Hrúturinn glápti steinhissa á eftir kvinnunum, alveg gáttaður á látunum í þeim. Uppi í klettunum komust kellingarskammirnar í sjálfheldu og héldu á þriðja degi að þær mundu verða þarna til. Svo kom björgunarsveit og sókti kerlingarnar og vísaði öllum þvættingi þeirra um hvítibirni og ísbirni á bug og hótaði að berja þær ef þær minntust á bjarndýr meir.  


mbl.is Tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband