Leita í fréttum mbl.is

Annað landnám Norðmanna á Íslandi yfirvofandi

bóndiEkki eru þeir nú skárri bædurnir í Noregi en okkar bændur. Þessi norsku framsóknarlubbar eru svo vitlausir að þeir geyma geitur sínar í fjósinu þangað til þeim liggur við druknun og auk þess byggja þeir bryggjur við fjós sín og út í fjóshaugana. Það væri fórðlegt að fá yfirlit um skipakomur að þeim bryggjum. 

Þá var nú lag á búhnubbunum í Norðvegi í sumar, en þá gleymdu þeir að heyja, og komu svo skríðandi eins og fornaldareðlur til Íslands til að sníkja hey af íslenskum bændum! Það eru varla til meiri búskussar í heiminum. Þvílík naut! Og hvað skal til bragðs taka ef þessir karlar taka sig til og fara að flýja í stórhópum til Íslands, eins og sagt er norskir búandkarlar hafi gert fyrir þúsund árum? Munu þessir nýju flóttamenn koma við á Bretlandeyjum til að heyja sér þræla og ambátta líkt og í gamla daga? Hvernig ber okkur að verjast hugsanlegum flóttamannastraumi frá Noregi?

Samkvæmt fyrri reynslu hafa aldrei verri flóttamenn ráðist til inngöngu á Íslandi en fyrr umræddir búandkarlar úr Norðvegi; þetta voru upp til hópa ójafnaðarmenn, morðingjar og ræningjar, sem stunduðu mansal og yfirgang af áður óþekktu kappi á Íslandi. Eini ljósi punkturinn í svokölluðu ,,landnámi Íslands" var að sjálfsögðu þegar þrælarnir lóguðu Hjörleifi Arnarsyni og Ingólfsbróður. Og í aðra röndina var það mesta happ okkar síðari tíma Íslendinga, að við erum að minnsta kosti til helminga komnir af írskum þrælum en ekki eingöngu af norskum morðvörgum og glæpamönnum. Ef Norsarar hyggja á annað landnám á Íslandi á næstunni er ekki um annað að ræða en að vígbúast, draga fram allar haglabyssur og refabyssur, heyvíslar og skaraxir og berjast við óvininn til síðasta manns. 


mbl.is Fjósbryggjan flaut fram hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband