Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað líst mér ekki á landsliðið en ætla þó ekki að vera svartsýnn

run1Eitthvað líst mér ekki á landsliðið Íslands, sem telft er fram gegn Svissurum í kveld; þar eru helstil margir þumalputtar og klumbufætur á ferðinni. Það kæmi ekki á óvart að Svissarar reki upp skaðræðishlátur þegar þeir sjá andstæðinga sína og bæti um betur og gjörsigri íslensku greyin 0 - 16, eða þar um bil.

Um íslenska liðið er það eitt að segja, að þar stendur varla nokkur maður í lappirnar; það er eins og þeir hafi króníska sjóriðu af verri endanum. Úr því sem komið er er ekkert til ráða, en maður getur einungis látið hugan reika um liðskipanina. Fyrir það fyrsta vantar Þórólf Beck, Rikka Jóns, Ellert B. Schram og Óla Þórðar í liðið; Þahefði landsliðsþjálfaranum verið andskotans nær að setja Helga Dan í markið en senda Hannes Halldórsson í langt frí til Bahámeyja. Og auðvitað er það ekkert annað en reginhneyksli að Björgólfur Thor og Björgólfur faðir hans séu ekki í byrjunarliðinu að ógleymdum Herði Magnússyni, hinum hrimsfæga mr. Eggman,

Þá er öldungis ótrúlegt og sannarlega ótækt að hafa Gylfa Sigurðsson enn í landsliðinu, jafn hrumur sem hann er orðinn, fótfúinn og utan við sig. Til dæmis eru þeir löngu hættir að nota Gylfa í félagsliðum þar eð örðugt er að treysta á að hann skæki að marki andstæðingana en hefði þess í stað stórskotahríð á eigið mark, en þessháttar framganga getur verið skeinuhætt liði Gylfa. Í sporum landsliðsþjáfarans hefði verið nær að velja Gylfa Scheving, föður knattspurnunnar í Ólafsvík í landsliðið; það má treysta því að Gylfi veit allta á hvort markaið hann á að sækja og aukspyrnur hans og hornspyrnur eru rómaðar og miklu betir en spyrnur Gylfa Sig þegar honum var treyst fyrir að taka spyrnur.

Ég ætla samt ekki að vera svartsýnn í kveld og spái að leikurinn fari 15 - 1 fyrir Svissurum og það verði markvörður Sviss sem skorar mark Íslendinga. 


mbl.is Byrjunarliðið gegn Sviss opinberað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband