Leita í fréttum mbl.is

Hinn virðulegi heimilisfaðir glímdi við átfíkn er aungvu var lík.

xbbufuz.jpgVið þekktum forðum virðulegan heimilisföður, sem var óþreytandi á að segja öðrum hvað hann væri lifandis skelfingar mikill fjölskyldu- og heimilismaður og að í hans huga gegni heimílíð, kona og börnin fyrir öllu. Það kom okkur því nokkuð á óvart, að Nonni litli, sonur þessa manns, fjegurra ára sómapiltur, væri allt í einu andaður og fylgdi andlátfregninni að hann hefði deyðað úr ófeiti. Auðvitað þókti þessi fregn eitthvað málum blandin, en það var svo sem ekki verið neitt að fara ofan í saumana á því.

Svo gjörðist það, að Sigurveig, eiginkona fjölskylduföðurins mikla, var hrokkin upp af og í kjölfarið á þeim sorgartíðindum, var farið að hafa í flimtingum, að Sigurveig sáluga hefði líka farist úr ófeiti eins og Nonni litli. Hálfum mánuði síðar var kunngert, að Kata, bráðmyndarleg og elskuleg dóttir fyrirmyndarpabbans, væri líka dauð. Það fylgdi fréttinni af burtsofnun hennar, að hún hefði drepist úr hor.

Nú voru þrír af fyrirmyndarheimili fyrirmyndarheimilisföðurins horfnir fyrir ætternisstapa af ófeiti, komnir undir græna torfu, hungurvöku þeirra lokið. Þá var ekki um annað að ræða en að banka upp á hjá hinum virðulega heimilisföður og kanna hvað þar hefði verið á seyði. Aðkoman var vissulega misjöfn, tvö eftirlifandi börn lágu í andaslitrunum, horfallin og meðvitundarsljó. En heimilisfaðirinn var vel á sig kominn, feitur og pattaralega og það bókstaflega lak af honum velsældin hreystin. Þegar búið var að taka hann fastan og farið yfirgeyra hann, kom upp úr dúrnum, að hann hafði étið allt sem tönn á festi, innanhúss og utan; graðgað í sig hvurju einast snitti matarkyns, sem kom inn á heimilið, en börnin og konan grétu sig í svefn af hungri á hverju kvöldi af því að fyrirmyndarheimilifaðirinn var búinn að éta allt sem hægt var að éta á heimilinu þann daginn. Við lok yfirheyrslunnar viðurkenndi heimilisfaðirinn, að hann hefði ekki látið við sitja að éta allt frá fjölskyldunni, heldur hefði í þokkabót eldað og etið litla feita strákinn sem hvar fyrir tveimur árum og aunginn vissi hvað af hafði orðið.


mbl.is Glímir við matarfíkn - Laug að Frey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband