Leita í fréttum mbl.is

Einn góður heimilisvinur liggur nú undir grun

kind3Um nokkuð skeið hefir einn af heimilisvinum frú Ingveldar og Kolbeins legið undir grun um að hafa eitthvað miður géðslegt í pokahorninu. Hinn ófélegi grunur helgast af því, að umræddur heimilisvinur hefir stundum þefjað dálítið öðruvísi en annað fólk, það er að segja upplýstir og menntaðit betristéttarborgarar. Nú mundi einhver giska á að hér væri átt við hinn illa siðaða Brynjar Vondulykt, sem svo sannarlega er frægur af ólykt og víða ekki álitin í húsum hæfur.

Nei, kæru vinir, það er ekki Brynjar Vondalykt sem er með óútskýranlega óþverrafýlu í pokahorninu; og ekki er það Indriði Handreður, sem ætíð angar af hárlakki og barnapúðri; því síður er um húsbóndann sjálfan að ræða, Kolbeins Kolbeinsson, sem er slíkt annálað snyrtimenni að hann fæst varla til að fara í nærbuxur. En það er Óli Apaköttur sem mönnum býður grun í að eigi sér ógðefellda hliðarsögu og svo andstyggilega, að varla er forsvaranlegt að tala um hana, nema þá í hálfum hljóðum bak við luktar dyr.

Það var frú Ingveldur, sem kvað upp úr við vinkonu sína, Máríu Borgargagn, að ekki þekkti hún lykt rétt, ef ekki væri á stundum stæk hrossafýla af helvítinu honum Óla. Sem væri hokkuð undarlegt þar er engum sögum færi af hrosseign Apakattarins eða hestamennsku yfirleitt. Og ekki hefði um vænkast þegar bölvað afstyrmið kom blindfullur um miðja nótt í helgarsamkvæmi að heimili frú Ingveldar þefjandi eins og hann hefði alið allan sinn aldur í fjárhúsi; en þegar hann var spurður hverju lyktin atarna sætti, þá hafði hann upp óljós orð um að hann hefði verið í heimsókn hjá Jésú vini sínum, en hann byggi, eins og allir vissu í fjárhúsi. Það hefði Óli Apaköttur eitt sinn komið í helgarsamkvæmi, angandi sem uxi, er búið hefði allan sinn aldur í fjósinu hjá kúnum; og hann var líka með mykjuklíning á öðru lærinu, og buxnaklaufin var opin. Í það sinn rak frú Ingveldur gest sinn úr húsi, kvaðs með engu móti getað liðið sóðalegan og fráhrindandi anímalista í sínum híbýlum. Hefi nú í framhaldi af þessum atburðum verið afráðið að fram fari rannsókn á háttalagi Óla Apakattar, og á næstunni verði höfð uppi njósn um hann og ekki látið undan síga fyrr en öll kurl eru komin til grafar.


mbl.is Öfuguggi lagðist á dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband