Leita í fréttum mbl.is

Fyrst af öllu er að taka skátana úr umferð áður en þeir brenna upp heilu héruðin

skáti5Þetta eru skátanna verk, það bregst mér ekki. Einmitt á þessum árstíma laumast heilu skátasveitirnar út á land til að æfa gæsagang og á eftir leggja þeir upp með skátaknífana og skera sauðfé, bæði ær og dilka, sem þeir steikja yfir varðeldum. Þegar þeir hafa etið sig metta af kjöti og drukk fara þeir að undir eins að drekka brennivín fyrir alvöru og öskra upp ógeðslegar klámvísur, sem þeir kalla skátasöngva. Þegar þar er komið sögu má lítið útaf bera svo ekki verði af eldsvoði, skógareldar, þar sem gróður og híbýli fugla og manna fuðra upp.

Best er þegar sumarið er ein samfelld rigningartíð, því þá halda skátarnir sig til hlés og láta sér nægja að halda svallæfingar sínar í yfirgefnum húsum af ýmsu tagi. Einusinni báru skátarnir niður grásleppuhjöllum suður með sjó, en þá hafði einmitt verið votviðrasamt um hríð. Ekki þarf að orlengja það, að skátarnir unnu mikil spjöll á hjöllunum áður en varðeldurinn, sem þeir höfðu kveikt á miðju hjallgólfi, læsti sig í rjáfrið og innan stundar voru grásleppuhjallar grásleppukarlanna suður með sjó alelda og skömmu síðar öskuhrúga.

Það er því ekki að undra, að eldsvarnaryfirvöld í Borgarfirði séu uggandi eftir allan þennan þurrk, því samkvæmt fregnum hefir orðið vart við skáta í héraðinu. Ef allt færi á versta veg má vel ímynda sér að ef skátarnir kveiktu varðeld skammt frá Borgarnesi og neisti hlypi í skráfþurran gróðurinn þá mundi Borgarfjarðarhérað brenna á einum sólarhring upp að Holtavörðuheiði. Gera má ráð fyrir að við slíkar hamfarir færi ráðskonunni á Holtavörðuheiðinni, þeirri greiðasömu stúlku, að svíða í augu áður en lyki. Við þessu væri langsamlega best að taka allan skátasöfnuðinn úr umferð og sleppa honum ekki lausum fyr en farið verður að rigna svo um munar. 


mbl.is Varðeldur skapaði stórhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ég þekki Holtavörðu-Heiðu vel. Hér er hún í öllum sínum blóma.

Image result for old woman

Aztec, 16.6.2019 kl. 16:18

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Er þetta ekki gamla Framsóknarmaddaman, eða það sem eftir er af henni?

Jóhannes Ragnarsson, 16.6.2019 kl. 19:12

3 Smámynd: Aztec

Það má vel vera. Ég er ekki frá því að það sé svipur með henni og Sigga Inga.

Aztec, 19.6.2019 kl. 23:33

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jújú, það er sterkur svipur með þeim. Sem bendir til að þau séu mjög skyld.

Jóhannes Ragnarsson, 20.6.2019 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband