Leita í fréttum mbl.is

Afrek Finnboga kaðals var mörgum sinnum meira

spenn2.jpgÞað má svo sem halda því fram með nokkrum rétti, að Svanberg viðskiptafræðingur sé heimsmeistari í Esjugöngum, okkur er bara öllum rétt andskotans sama um það. Hins vegar gjörðist okkar maður, Finnbogi kaðall Melvinsson að vestan, margfaldur veraldarmeistari í að hlaupa frá fjöru og upp á topp Kistufells á Snæfellsnesi. Aunginn veit hve margar ferðir hann fór, en einhverjum taldist til að þær hefðu verið þrjátíu og sex, en þá skárust góðgjarnir menn í leikinn og fóru með kappann á vitfirringahælið. 

En Finnbogi kallinn var ekki af baki dottinn þó svo hann væri búinn að setja óvinnandi heimsmet; hinir góðgjörnum menn og hjálparhellur máttu heyja harðan slag við kappann, sem beitti kjafti og klóm og lét í hvívetna ófriðlega. Loks tóks einhverjum þeirra að koma sparki í afturendann á Finnboga kaðli svo hann tóks á loft og hafnaði ofan í þröngum lækjarfarvegi, en þar var eftirleikurinn auðveldur og Finnbogi lagður þar í járn.

Þegar til vitfirringhælisins kom, versnaði Finnboga ákaflega æðið svo að sjúkramennirnir urðu að fljúga á hann og klæða í spennitreyju og hespa hann saman í einn allsherjar rembihnút. Síðan hefir Finnbogi kaðall Melvinsson að vestan verið hafður í búri á hælinu og fólki leyft að skoða hann með börnum sínum á laugardögum og sunndögum gegn greiðslu aðgangseyris. 


mbl.is Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 Sæll- takk kærlega fyrir að sjá þennan húmor í fréttinni- ég lýg því ekki að ég er enn að hlæja á meðan ér skrifa þessar línur-

Takk aftur

Eggert Guðmundsson, 19.6.2019 kl. 21:39

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér fyrir.

Jóhannes Ragnarsson, 19.6.2019 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband