Leita í fréttum mbl.is

Ţjóđhátíađgleđi fyrr og nú

pol1Löngum hefir 17. júní veriđ andstyggilegur á Íslandi. Í Reykjavík, til dćmis, var ţađ plagsiđur á árum áđur ađ ungdómurinn flykktist niđur í bć um kveldmatarleytiđ og upphóf ćgilega áfengisdrykkju međ gubbi, dauđa á götum og gangstéttum, óburđugum tilraunum til samrćđis í portum og upp viđ ljósastaura, og enn óburđugri tilfćringum til slagsmála. Nú, lögreglan tók ađ sjálfsögđu fullan ţátt í djöflaganginum međ ţví ađ kylfurota unglingana og henda ţeim inn í lögreglubíla. Og stundum tókst einum og einum unglingi ađ koma međ krók á móti bragđi og laumast aftan ađ lögregluţjóni og rota hann međ girđingastaur.

Hálfdán varđstjóri er einn ţeirra sem saknar ryskingarnar í miđbć Reykjavíkur ađ kveldi 17. júní. Hann lét ekki stađar numiđ ţó hann vćri búinn ađ fylla allar fangageymslur á stöđinni heldur hafđi hann dauđ og hálfdauđ ungmenni međ sér heim og refsađi ţeim ţar harđlega. Einn ţeirra sem Hálfdán hafđi á brott međ sér heim úr miđbćnum var endemiđ Árni Aunglabeygja. Ţeim djöfli sagđist svo frá síđar, ađ hann hafi veriđ međ ćgilegan höfuđverk daginn eftir, ţ.e. 18. júni, en ţađ hafi samt ekkert veriđ hjá logandi kvölunum sem hann hafđi í óćđri enda sínum; enda segja kunnugir, ađ Aunglabeygjan hafi öll veriđ á skakk og skjön, eiginlega í keng, í mánuđ á eftir, en ţađ hlógu nú bara allir ađ ţví.

Fyrir ekki svo mörgum árum síđan var Brynjar Vondalykt stađinn ađ verki ađ kvöldi 17. júní í dyraskoti viđ Laugaveginn međ buxurnar onum sig og međ honum ţađ kvendi, Máría Borgargagn, sem ţá var ađeins heitbundin Indriđa Handređi. Lögreglan handtók ţegar í stađ umrćdd skötuhjú og fćrđu Hálfdáni varđstjóra, sem tók feginn viđ ţeim. Innan stundar heyrđu svo lögregluţjónarnir annarleg hljóđ, grunsamlega og ámáttleg berast frá fangaklefanum sem Hálfdán fór međ hjúin í. Um morguninn, árla mjög, birtist frú Ingveldur á lögreglustöđinni og lét verđa sitt fyrsta verk ađ slá Hálfdán varđstjóra í aungvit, taka lyklana úr buxnavasa hans og opna fangaklefann og hleypa ţeim Vondulyktinni og Borgargagninu út. Ađ vísu komust ţau ekki á stjá af sjálfsdáđum, en frú Ingveldur kunni ráđ viđ ţví og bar ţau eins og hvolpa, undir sitt hvorri hendi, út af stöđinni og út í bíl.


mbl.is Víđa vćta á ţjóđhátíđardegi Íslendinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband