Leita í fréttum mbl.is

Búkollumálið á dögum Ólafs bónda

bukolla.jpgÞegar Ólafur bóndi var og hét, það er að segja áður en smalahundurinn hans, hann Snati, ýtti honum með trýninu fyrir björg, átti hann rauðskellótta kú, sem hann kallaði Búkollu. Hún Búkolla var náttúrlega kjörgripur, mjólkaði vel, spáði fyrir um veður og skyggn var hún og dulrænni en kúa er almennt siður. Búkolla var mjög vandlát á naut þegar hún var yxna og hleypti ekki hverju sem var upp á sig. Sum árin kenndi hún sannarlega ekki karlkyns nautpéníngs en skilaði samt sínum kálfi á réttum tíma, en Búkolla var um sína daga ætíð snemmbæra. Hvar hún fékk fang þessi nautslausu ár var mönnum hulið og var mikið skrafað um þessi ósköp á bæjunum.

Um þá kálfa sem Búkolla blessunin eignaðist án tudda má segja að þeir voru heldur frábrugðnir venjulegum kálfum; þeir mynduðust við að ganga uppréttir á afturfótunum og þegar útvarpsfréttir vóru sagðar eldhúsinu hneygðust þeir mjög til að leggja eyru sín að elhúsgluggarúðunni til að heyra betur hvað fram fór í útvarpinu. Þá heyrði bóndinn að næsta bæ, Sigvaldi nokkur, ekki betur eitt sinn en að kálfur Búkollu kallaði með mannsrödd ,,pabbi" á eftir Ólafi bónda. Sigvaldi sagði sveitungum sínum óðar frá þessu atviki, sem þókti í hæsta máta óhugunalegt og dularfullt.

Það segir sig sjálft, að Búkolla var afar elsk að Ólafi bónda og kom ósjaldan út í teyginn þegar Ólafur var við heyannir og sleikti hann hátt og lágt af einkennilegri áfergju. Hvað þetta háttarleg Búkollu þýddi vissi enginn, en eiginkona Ólafs bónda, húsfreyjan á staðnum, hafði mikla skömm á atlotum Búkollu við bónda og hafði oft á orði að nú væri tímabært að fella Búkollu. En svo batt Snati bráðan endi á umsvif Ólafs bónda með því að stjaka honum fram af hengiflugi sextugs bjargs, en Ólafur bóndi stóð fremst á blábrúninni og skyggndist eftir lambfé, sem honum þókti líklegt að héldi sig þar undir hamrinum. Ekki er að orðlengja það, að Ólafur bóndi fór í klessu, því hann hafnaði akkúrat í urð með hvössu eggjagrjóti. Snati fór aftur á mót heim og lét lítið yfir sér og þóktist ekkert vita, en Búkolla hrein og bölvaði eins og griðungur í heila viku og básinn hennar var rennblautur hvurn morgun af tárumm hennar heitum. 


mbl.is „Ísland þorir, vill og get­ur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband