Leita í fréttum mbl.is

Framferði ferðaþjónustugraðhesta í arðránshug eru aungin mistök

cap4Hvort er þessi fyrrum kjölturakki Sigmundar Davíðs von Tortóla svona herfilega illa að sér, að hann hreinlega veit ekki neitt um framferði ferðaþjónustugraðhestanna, eða hann er einfaldlega að ljúga því upp í opið geðið á landsmönnum að hinn einbeitti brotavilji hinna gráðugu ferðaþjónustufóla séu bara saklaus mistök?, mi-mi-misstökk.

Það hefir nefnilega verið landlægur plagsiður þeirra sem ætla sér að verða ríkir á ferðamannabransanum, að arðræna vinnuaflið meira og minna, langt umfram það sem kjarasamningar leyfa eða gefa tilefni til. Þar er ekki um nein mistök að ræða, heldur einfalda, ósvífna þjófsáráttu í bland við siðblindu. Þessu breytir ,,framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar", í jakkafötum og með bindi, ekki með fáránlegum fegrunaraðgerðum í bulli og ruglandi. Það er eitthvað annað sem þarf, en lygavelling glamurskjóðu Miðflokks og Framsóknar, til að venja ófyrirleitna atvinurekendur af glæpamennsku í garð þeirra sem ráðið hafa sig til vinnu hjá þeim. 

Síðan klikkir þessi óvandaði málaliði atvinnurekenda út með þeim ógeðfelda frasa, að einhverjir ,,við" fordæmi að sjálfsögðu öll brot gagnvart launþegum á vinnumarkaði! Sanni nær væri að atvinnurekendavaldið, auðvaldið, arðræningjastóðið, hefir aldrei nokkru sinni fordæmt rangsleitni og samningsbrot sinna manna af alhug inn að innstu hjartarótum; allt þeirra fordæmingarhjal um slík mál hafa verið eingöngu í blekkingarskyni til að villa á sér heimildir um stundarsakir. 


mbl.is Mikill meirihluti að standa sig vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband