Leita í fréttum mbl.is

Búbú og bloka, - og Bubur féll í höndur Hálfdáns Varđstjóra

sing.jpgBúbú ok bloka,
Bubur hrein í poka.
So lćtur hann sem hann sofi
og surgar sig til boka.

Ći já, ţeir fleygđu Bub, aumingja strákanganum, út úr húsi ţarna á Skólivörđustígnum, en hann lét krók koma í mót bragđi, mundađi gígju sína fimmstrengja og upphóf tómleik, međ öskrum og gargi, á bröndóttri götunni. Ţessi atburđarás leiddi til ţess ađ lögreglan var kölluđ til. Svo vel vildi til, ađ ţađ var Hálfdán Varđstjóri sjálfur sem var á vakt og kom askvađandi á vettvang og tók Bub, hafđi endskipti á honum og lokađi hann inni í lögreglubifreiđinni. Gígjuna gjörđi Hálfdán Varđstjóri ađ sjálfsögđu upptćka, en hann hefir í hyggju ađ gefa 12 ára frćnda sínum hljóđfćriđ á sunnudaginn kemur.

Aungvum sögum fer enn af međferđ Hálfdáns Varđstjóra á Bubi, en víst er ađ hann fór međ hinn handsamađa á lögreglustöđina; en ţegar ţangađ er komiđ er aungrar miskunnar ađ vćnta meir af hálfu hins tröllvaxna heljarmennis, Hálfdáni Varđstjóra. Mađur sem var ađ koma úr yfirheyrsla rétt áđan út af ketti sem kom skottlaus heim, sagđi ađ orgin og óhljóđin, sem bárust frá einum fangaklefanum, hefđu veriđ ógnvekjandi og ţá ekki síđur hinar einkennilegu stunur, sem líka bárust fram úr sama klefa. En hvađ sem verđa vill, ţá verđur fróđlegt ađ heyra sönginn í Bub ţegar hann sleppur úr hinum réttvísu höndum Hálfdáns Varđstjóra. Búbú ok bloka ...


mbl.is Óvćntir Bubba-tónleikar á regnbogagötu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband