Leita í fréttum mbl.is

Lygasögur um aukinn kaupmátt og örlög hagfræðingsins í girðingu Ólafs bónda

hakkavélÞær eru gamalkunnar lygasögurnar af ,,auknum kaupmætti" og heldur hvimleiðar, satt að segja. Ef þessar lygasögur væru ekki lygasögur heldur blákaldur sannleiki væru lægstu laun á Íslandi svo há, að venjulegur verkamaður þyrfti vörubíl við hvur mánaðarmót til að flytja launin heim að hallardyrum, því auðvitað mundi verkamaðurinn búa í höll. Þessar kaupmáttarlygar þjóna auðvitað sínum tilgangi, sem er að viðhalda ríkjandi þjóðskipulagi og hvað er þá betra en að dæla deyfilyfi frá hagfræðingasamlagi auðvaldsins inn í hausinn á hrekklausum lýðnum.

Um hagfræðinga er það annars að segja, að ráðlegast væri að hafa þá í hakk eins og hvurt annað skítapakk og gefa so vargfugli og refum bölvað hakkgumsið í þeirri von að þeim fækkaði eitthvað. Einusinni var hrossum gefið hagfræðingahakk og þau drápust öll innan tveggja sólarhringa.

Svo var það hagfræðingurinn sem fékk þá flugu í höfuðið að hann væri ekkert minna en sannheilagur maður. Hann lét útbúa geislahring til að hafa yfir hausamótunum og hætti að ganga í nærbuxum, því hann hélt að allir sannir englar og spámenn úr ríki Mammóns væru nærbuxnalausir. Að lokum fór auðvitað afleitlega fyrir þessum hagfræðingi, því hann álpaðist inn í girðingu úti í sveit hvar Ólafur bóndi geymdi yxni sín að sumrum. Hagfræðingsgarmurinn hélt að þetta væru kýr og ætlaði sér að hafa í frammi ósæmilegar tilfæringar við blessaðar skepnurnar. Hann varð því heldur undrandi þegar hinar meintu kýr ráku upp hræðileg öskur og hlupu allar sem ein að honum og gengu að honum dauðum. En eitt er þó víst: þessi umræddur hagfræðingur spann aldrei meir upp lygasögur um aukinn kaupmátt, þökk sé yxnunum í girðingu Ólafs bónda.


mbl.is Kaupmáttur aukist mikið þrátt fyrir minni hækkun launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband