Leita í fréttum mbl.is

Frú Landlæknir, illfyglið og Óhræsið, að ógleymdu listaskáldinu góða

,,Gæðakonan góða
grípur fegin við
dýri dauðamóða -
dregur hál úr lið;
plokkar, pils upp brýtur,
pott á hlóðir setur,
segir happ þeim hlýtur,
og horaða rjúpu étur."

fugl.jpgÞessar ljóðlínur listaskáldsins góða komu sem kallaðar upp úr djúpi hugans, er eg heyrði sagt af hjartagæsku frú Landlæknis, þegar hún kom færandi hendi til vargfuglsins á Bessastöðum. Og nú er spurningin, hvor er ,,óhræsið" frúin eða ránfuglinn? Kvæði listaskáldsins heitir, ,,Óhræsið" og hefir löngum verið um það deilt hvort Jónas hafi átt við ,,valinn sem var á veiðum" eða kerlingarboruna við hlóðirnar þegar hann gaf ljóðinu nafn. En nú hefir frú Landlæknir tekið að sér að verða eftirkona ,,gæðakonunnar góðu sem greip fegin við" og fóðurmeistari ránfuglsins á Bessastöðum, - en sá ránfugl ætti reyndar betur heima í Vallhöllu Sjálfstæðisflokksins.

fu3Svo virðist sem einhver fávís lágmenningarandi hafi komið sér saman um að kalla fálkaillfyglið ,,kríu", sem er í hæsta máta ósmekklegt og ljótt. Hvað fyrir nafngiftarmanninum hefur vakað með því að bendla kríuna við óþokka og óhræsi sem þetta fálkakvikindi er auðvitað öllum hulið, en sona lagað gera menn ekki nema í fylliríi eða þá þeir hafi gengið af vitinu. Þriðji möguleikinn er að skírarinn hafi takmarkað vit til að bera í kollinum, en á þessháttar herrum eigum við öll að vara okkur og passa upp á að láta þá ekki gera narr að okkur. Og svo segir í fréttinni, og það er einna ógéðslegast, að óhræsið, sem þeir kalla kríu, hafi tætt hina önduðu rjúpu í sig með fiðri og öllu saman. Ég minnist þess ekki að hafa lesið jafn óvandað og andstyggilegt lesmál síðan mér varð það á að lesa um ill örlög Bretschsneiders leynilögreglumanns í Prag, sem etinn var af sínum eigin hundum.  


mbl.is Landlæknir færði fálkaunganum Kríu rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband