Leita í fréttum mbl.is

Hin margrómuðu Pallaskröll - endir

dansÞað verður þriflegur andskoti ef Palli getur ekki haldið áramótaskrall af því að búið er að loka bölvaðri holunni sem Palli hugðist skralla í. Því er samt ekki að leyna, að skröllin hans Palla eru margrómuð, enda lífleg með afbrigðum. Þetta hefir byrjað hjá honum sona upp úr níu á gamlárskveld og fólkið farið að dansa um hálf ellefuleytið; um miðnætti byrja slagsmálin, géníralslagsmál með blóðnösum og rifnum skyrtum. Upp úr tvö hefir vanalega verið búið að stilla til friðar hvað slagsmál varðar, en þá tekur nú ekki betra við. Ónei.

Á áramótapallaskröllunum hefir það orðið plagsiður, að upp úr tvö á nýársnótt hafa gestir dansleiksins skipt um ham, ef svo má segja, og farið að tala tungum og haga sér ósiðlega. Vitur maður, sem varð vitni að þessum ósköpum, sagði eftir á, að pervertisminn hefði lagst eins og þungt ský yfir salinn og jafnvel besta fólk hefði farið að láta eins og fífl, fækkað fötum og sumir borið við að strjúka sjálfa sig óviðurkvæmilega framan í öllum. Þetta hefði verið raunarleg lífsreynsla og öllum til skammar.

Hinn vitri maður bætti síðan við, að margt þjóðþekktra einstaklingar hefðu verið á Pallaskrallinu, og flestir þeir hagað sér snautlega. Þar hefði mátt sjá mjög valdamikið fólk, svo sem eins og frú Ingveldi og eiginmann hennar, Kolbein skrifstofustjóra, Máríu Borgargagn og óþokkann Indriða Handreð, sem hún ku búa með, einnig voru þarna Brynjar Vondalykt og Óli Apaköttur. Allt hagaði þetta fólk sér eins og skynlausar skepnur á dansgólfinu; að vísu var Kolbeinn sleginn út í horn þegar slagsmálin voru háð og var úr leik í full þrjú kortér. Að vanda beit ekkert á frú Ingveldi; hún tók kallmenn hreðjatökum og snöri niður og Borgargagnið tók við með því að draga niðrum á buxurnar. Á afganginn af skemmtuninni verða menn að geta sér til um, því ekki er ætlunin að birta hér einhvern óguðlegan fróðleik í klámi og viðbjóði. Og hinn vitri maður segir hreint út, að hann muni aldrei ná sér eftir að hafa orðið vitni að öðru eins.   


mbl.is Áramótaball Palla í uppnámi vegna lokunar Spot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband