Leita í fréttum mbl.is

Hann unir sæll í svalakví á Tene

full5Ekki er það aldeilis alveg nákvæmt að ekkert sé að gerast á Tenerife. Til dæmis hefi ég það staðfest, að Hallmundur Guðmundsson, sagður til heimilis að Hvammstanga, orkti ljóð í morgun um veru sína þarna suðurfrá, en það hljóðar svo í Jésú nafni og hinna fjeregtíu riddara:

,,Uni sæll í svalakví
sulli meður rauðu.
Undur gott að una því
í allri minni - nauðu -.

Svo sem sjá má, fólki nauðsynlegt að vera vel að sé í æðri kveðskap, kenningum og mansöngsstefjum, ef það ætlar sér að skilja kveðskap Hallmundar. Hvað merkir ,,svalakví"? Eða ,,meður rauðu"? Og og ,,nauðu"? Nei, það veit ég að þið skiljið ekki. Enda er skáldið hátt stemmt um þessar mundir vegna ytri aðstæðna.

Rétt áðan talaði ég við héraðslækni og bar undir hann hlutskipti Hallmundar og yrkingar. Héraðslæknirinn varð hvumsa við og spurði síðan hvort verið gæti að Hallmundur þessi væri orðin ofurseldur áfengi á hótélinu á Tene. Ég veit auðvitað ekkert um það, en viðurkenni hinsvegar, að undarlegt er að maðurinn skuli ,,una sæll með rauðu sulli", sem mér skilst að sé svokallað rauðvín, en sú væta er búin til úr berjum, sem látin eru úldna í góðum hita, og skordýrum, svo sem köngulóm, flugum og alskyns pöddum. Því er ekki að leyna að margir hafa orðið mjög geggjað af að drekka rauðvín og jafnmargir veslast upp af því. Ég man eftir ekki rauðvínsdömu sem drakk og drakk rauðvín þar til hún þornaði upp og varð í fyllingu tímans einna líkust skreiðarfiski, en þá dó hún og er sögð ganga aftur í stofunni heima hjá sér.


mbl.is Ekkert að gerast á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband