Leita í fréttum mbl.is

Þá vér vorum í Lundúnum

images[36]Það var tími til kominn að loka þessa helvíska Lundúnabúa inni og hefði raunar átt að vera búið að því fyrir lifandis löngu. Mér varð það á, síðast liðið sumar, að dvelja í Lundúnum í tvo eða þrjá daga. Þarna var náttúrlega allt yfirfullt af fólki og ekki þverfótað fyrir fólki og allt alveg hræðilegt. Síðasta daginn er við dvöldum þarna brast á ein svívirðileg rigning, svo mikil að annað hefir aldrei sést á Íslandi. Hélt ég nú í einfeldni minni að við þetta veðurlag fækkaði á götunum, en það var nú eitthvað annað. Og fyrst Lundúnabúar létu sig hafa að ösla út hræðilegt vatnsveður og ég varð vitni að, þá láta þessi endemi ekki alvarlega drepsótt stöðva sig.

Að sjálfsögðu eru íbúar Lundúna afar skuggalegir og greinilega til alls vísir. Þarna sá maður ofbeldismann berja konuna sína inni í bifreið þeirra hjóna í umferðarösinni miðri. Þetta var áreiðanlega mjög vondur maður, því lögreglan kom á mörgum lögreglubílum til að taka mannandskotann úr umferð, enda ekki vanþörf á. Og ekki komu fémínístafjandarnir veslings konunni til bjargar, ónei aldeilis ekki. Fémínístarnir lágu ropandi fram á kráarborðin og drukku og létu sér vel líka að horfa á manninn berja konuna eins og harðfisk á miðju strætinu.

Í Lundúnum fórum við fjölskyldan að heimsækja vin okkar Karl Marx, þar sem hann hvílir lúin bein í Highgate, sem er einn gamall og risastór kirkjugarður í þar í borg. Auðvitað tók Karl okkur fagnandi og sólin gaf sig fram og skein glatt á okkur og Karl meðan við stöldruðum við hjá honum. Svo fórum við í dýragarðinn, en þar geyma Bretar liðsmenn Sjálfstæðisflokksins í búrum þar sem gestir geta híað á þá. Þá spurðum við eftir einum frægasta syni Lundúnaborgar, Fagin gamla, og hvar hann væri til húsa, en þá var okkur bent á höfuðstöðvar Íhaldsflokksins, sem er samsvarandi fyrirbæri og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi. Svo forðuðum við okkur bara heim til Íslands, því þegar Karli heitnum í Highgate sleppti leist okkur hreinlega ekki á blikuna.


mbl.is Íbúar London lokaðir inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband