Leita í fréttum mbl.is

Kaldalónið í kröm á Kanaríeyjum

,,Allt er horfið æðiber,
aunginn sést nú kjáni;
en Kaldalónið komið er 
í klessu suðrá Spáni."

indexÞetta gamla ljóð listaskáldsins væna kom sem skrattinn úr sauðarleggnum upp í hugann um leið og fréttin af Kaldalóninu á spánsku eyjunni Tenerífe bar fyrir augun. Í Kaldalóni vestra er aunginn heitur sandur, þar er auðn og tóm, og niður fjallshlíðarnar geysast snjóflóð með fáheyrðum ofsa, en draugar og andskotar flökta þar um aungvum til gleði og ánægju. Á meðan kvartar nýja Kaldlónið undan útgöngubanni, hvar hann flatmagar í endalausu sumri og sól.

Og öfugt við Kaldalón vestra, er afar skjaldan rok í Tenirífu og yfirleitt ekki undan neinu að kvarta. 

Ég geri ráð fyrir að Sigvaldi Þórður Kaldalóns sé eitthvað tengdur Kaldalóns tónskáldi, sem Hriflu-Jónas skipaði lækni á Suðurnesjum fyrir góðum níu tugum ára, en sú skipan dró nokkurn dilk á eftir sér, sem flestir nýtímamenn hefðu gott af að kynna sér. En á Tenerífu er aunginn Jónas frá Hriflu og aunginn Framsóknarflokkur, ekki einusinni klaustraður miðflokkur, er mér sagt. Og varla verður nýji Kaldalóns umdeildur læknir úti þar. Með þetta í huga ætti nýji Kaldalóns, með heimilisfesti í endalausu sumri Kanaríeyja, að láta eiga sig að kvarta og kveina eins og að honum sé sorðið á svívirðilegan hátt. Lúxuskvörtunarvæll er leiðinlegur og ekki tækur meðal siðaðra manna. Ég legg til að þeir sem vilja fræðast um raunverulegar hörmungar í lífi manna lesi til dæmis bókina ,,Ógurlegasta hörmungatímabil allrar minnar æfi", eftir Jóhannes heitinn Birkiland.


mbl.is Föst heima hjá sér í 30 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband