Leita í fréttum mbl.is

En síra Baldvin gekk skrefinu lengra en byssgubb

prestur3Fyrir sitt leyti og sannrar kristni í landinu gekk síra Baldvin skrefinu lengra og bannfærði séra Skírni og er honum þar með meinað að koma innfyrir vébönd prófastdæmis síra Baldvins. Reyndar bannafærir síra Baldvin séra Skírni fyrir sömu sök og byssgubbinn, en það skiptir kannski ekki höfuðmáli. Ásamt með skriflegri tilkynningu um bannfæringu séra Skírnis segir orðrétt: Kennimann, séra Skírnir, lét undir höfuð leggjast að berjast með sæmd í móti bysgubb og hjúkrunarkvendinu alræmda fyrir vestan. Hefði séra Skírnir til að bera höfðingslund og hjarta sem slær í Kristi, hefði hann skorið upp herör í gegn kerlingarfansinum og steypt þeim báðum í svaðið í nafni Guðs, Sonar og Heilags Anda. Amen.

Sem kunnugt er, þá mun síra Baldvin sá íslenskur klerkur, sem næst stendur hinni fornu kaþólsku kirkju miðaldanna, og þar af leiðandi eftirmann Jóns Arasonar. Síra Baldvin hefir því gjört prófastsdæmi sitt að sérstökum söfnuði og ríki í ríkinu. Í kirkjum hans ríkir skyldumæting í kirkjulegar athafnir, og yfirleitt liggur siðaboðskapur hans eins og þykkt teppi yfir prófastsdæminu, sóknarbörnunum til viðvörunar. Að sjálfsögðu er hórdómur ekki liðinn af síra Baldvini, ekki heldur þjófnaðir og morð. Lauslætisdræsur hefir hann kaghýtt opinberlega, og við kirkjur prófastsdæmisins eru að minnsta kosti fjórir til fimm gapastokkar, sem þeir fá að kynnast, sem syndga gegn síra Baldvini.

Brennivínsneysla og eiturát er bannað hjá síra Baldvini og fylliröftum hefir hann fleygt í höfnina og í fjóshauga og einn þessara manna fannst morgun nokkurn hangandi á löppunum fyrir dyrum úti; hann var þó með lífsmarki og var bjargað. Þá hefir hann straffað kynóða karlmenn og þraungvað þeim til geldingar. Frá öllu þessu og mörgu öðru segir síra Baldvin söfnuði sínum frá af stólnum við hátíðarmessur og lofar árangurinn af þeirrar merku siðbótar er hann hefir á komið í prestakallinu. Við eina þvílíka hátíðarmessu tilkynnti síra Baldvin, að hann hefði í hyggju að bannfæra byssgubbinn sjálfan og afhrópa í eitt skipti fyrir öll. Og við það loforð stóð síra Baldvin, því hann er maður orða sinna. Hefir því síra Baldvin orðið að taka byssgubbstignina á sínar herðar í prófastsdæminu, svo allt sé nú löglegt.


mbl.is Séra Skírni vikið frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband