Leita í fréttum mbl.is

Mikill öldungur kvaddur til sögunnar

bjorn_i_xl.jpgHann er orđinn ósköp gamall, karlauminginn, enda fćddur skömmu eftir Tyrkjarániđ á fyrri hluta seytjándu aldar. Nú, gamli mađurinn er ćskađur á Suđurnesjum, var sóknarbarn séra Hallgríms heitins á Rosmhvalanesi og ţađ var séra Hallgrímur sem fermdi upp á hálft fađirvoriđ og ţókti vel sloppiđ. Auđvitađ ţurfti kallinn, ţá ungur mađur, ađ standa í röđ á hverjum morgni til ađ fá vinnu; annađ ţekktist ţá ekki um Suđurnes. Stundum fékk hann aungva vinnu, af ţví hann hafđi veriđ óţekkur og svikist um. Í annan tíma fékk hann dag og dag hjá kerlingargálunum í Saltkoti, en ţćr voru kvenna fjörugastar og frekastar til fuglsins á öllu Suđurlandi, en ţćr borguđu vel.

Fjölda vertíđa var sá gamli, ţá nokkru yngri en hann er í dag, á skútum hjá Milljonafjelaginu á Miđnesi, en ţađ fór nú sona og sona hjá karli. Oftar en ekki fór vertíđarhluturinn í ađ borga útgerđinni sektir fyrir ađ mćta of seint til skips; í ţví voru ţeir furđu líkir, hann og hann Runólfur eitinn Jónsson, sem röri yfir ţrjátíu vertíđir hjá Gúđmúndsen. Og eru ţá ótaldar vertíđirnar sem hann var á áttćringum og stundum teinćringum. Ţegar okkar mađur röri međ honum Morra í Fiskikoti, á áttćringnum hans, fóru ţeir á sjó ađ morgni til í febrúarmánuđi úr Hraungarđsvör og sáust ekki aftur á heimaslóđum fyrr en umdir slátt um sumariđ. Ţeir hrepptu aftakaveđur og hleyptu í dauđaspreng fyrir Öndverđarnes og Látrabjarg og náđu loks landi norđur á Hornströndum, en ţar brutu ţeir skipiđ í spón. Hornstrendingar tóku glađir viđ ţessum ađkomumönnum og hnepptu ţá í ţrćldóm ţar til í fjórđu viku sumars, ađ ţeir fylgdu ţeim suđur fyrir fjöll og báđu ţá snáfa heim til sín.

Já, ţađ dreif margt á daga unglingsins frá Keflavík, enda undi hans sér löngum vel á bryggjunni ţar. Á seinni árum sá hann til mannaferđa ţar á Geirfinnstímanum, en framburđur karlsins fyrir rétti, sem vitni í málinu, var dćmdur ógildur ţar eđ í skýrslunni stóđ ađ vitniđ vćri fćtt áriđ 1635. Viđ nánari eftirgrennslan hélt vitniđ fast viđ fćđingarár sitt og var ţví afskrifađur og síđar sektađur fyrir ađ reyna ađ draga dár ađ sýslumanni Gullbringusýslu og embćtti hans. Einna bestu ár ţessa mćta öldungs voru samt tvímćlalaust ţegar hann starfađi hjá Keflavíkurkaupmanni, dönskum mangara úr Slésvík, og hafđi međ höndum eftirlit međ ţví ađ búandkarlar um Suđurnes versluđu viđ sinn lögbođin kaupmann, en laumuđust ekki til kaupmannsins í Hafnarfirđi međ erindi sín. Ţetta voru dýrđardagar og óskjaldan glatt í koti karls um ţćr mundir. Ţađ er nú líkast til, ţér ađ segja.



mbl.is Fjögur góđ ráđ fyrir ţá sem misstu vinnuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband