Leita í fréttum mbl.is

En í Danaveldi er eitt sögufrćgt og veleđla vertshús

hirtJá, trúlega munu jafnvel svćsnustu knćpur fara í ţrot og rot í kóvíđi nítján vođanum. Ađ sumum ţessara vertshúsa er blessunarlega aungin eftirsjá, fari ţćr og veri Fjandanum hjá. Á Íslandi er ekki ein svínastía af ţessu tagi of góđ til ađ fara á hausinn. Ég hefi veriđ vitni ađ ţví er sóknarprestur og prófastur vestan af landi sagđi frá ţví er hann bannfćrđi knćpu í Reykjavík, af ţví hún var lokuđ ţegar klerk bar ađ garđi um hádegisbil, og bađ vertinn og drykkjukrá hans aldregi ţrífast. Ţremur mánuđum síđar kom sýslumađur međ slagbrand og innsigli og lokađi sjoppunni. Skömmu síđar varđ ljóst ađ veitingamađurinn vćri orđinn geggjađur og hefir hann nú í stinn tuttugu ár veriđ hafđur á Kleppi og veriđ ţar heldur til leiđinda.

Í Danaveldi er eitt sögufrćgt og veleđla vertshús. Ţetta vertshús er Hirtshalsskráin. Ţangađ sóktu íslenskir síldveiđisjómenn sér andlega upphafningu, ţá er ţeir voru langtímum saman fjarri fósturjarđarströndu. Ţar komu líka danskar telpuhnátur, sannkölluđ englatryppi, sem ekki voru hrćddar viđ ađ ganga til samkvćma í íslensku síldveiđiskipunum. Jújú, Danirnir, ţeir sem áttu víst ađ heita karlkyns, voru reiđir Íslendingum vegna meints yfirgangs ţeirra í telpnahjörđ, og sátu danskir um ađ taka einn og ein Íslending, einsamlan á rangli, og berja hann í rot og varpa honum síđan inn í nćsta húsagarđ. Ţetta voru helvís illviki og ekki ţess eđlis ađ láta kyrr liggja. Eitt kvöld var uppţot í Hirtshalskránni, ţá létu Íslendingar sér ekki nćgja ađ gefa Dönum utanundir, heldur urđu ţeir er úti á götu stóđu vitni ađ ţví ţegar borđ, stólar, og tveir rotađir Baunar, komu ţjótandi út um glugga kráarinnar. Ţegar ţeirri ađgerđ var lokiđ var salurin galtómur, meira ađ segja spilakassinn lá mölbrotinn úti á götu.

Í annađ sinn sat mikill íslenskur kaptugi ađ öli á Hirsthalskránni. Ţegar leiđ á kvöldiđ og fjölgađi á knćpunni gjörđist okkar mađur, kaptuginn, hávćr og heimtađi sörvis af eini ţjónustustúlkunni, langri kerlingu međ stórar tönnur, en hún hvćsti á móti, ađ sona kallandskoti fengi ekki meira áfengi, hann vćri víst orđinn nógu fullur og dónalegur. Kaptuginn sagđi ekki orđ og sat ţögull viđ borđiđ ţar til ţjónustustúlkan međ tönnurnar kom siglandi framhjá međ bakka fullan međ ölföngum handa skikkanlegum kúnnum. Ţá var ţađ ađ kaptuginn stóđ eldsnöggt á fćtur í allri sinni dýrđ og sparkađi í afturendann á ţeirri međ tönnurnar og vínföngin á bakkanum. Sem vonlegt var tókst konugarmurinn á loft og endasenntist út í vegg hinumegin, en borđ stólar og knćpugestir ţeyttust út um öll gólf eins og keilur í keiluspili. Ţar međ var tónninn sleginn, og hinir dönsku, sem voru ţar viđstaddir, tóku allir sem einn til fótanna og hurfu út í náttmyrkiđ, ţví ţeir hrćddust mjög kaptugann og menn hans.  


mbl.is Jafnvel vinsćlustu veitingahús fara í ţrot
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband