Leita í fréttum mbl.is

Nú ríđur á ađ stjórnvöld hafi hrađar höndur og setji upp pípuhattana

cap2Nú ćtti ríkisstjórnin bregđast skjótt viđ og senda nefnd manna međ pípuhatta til Kaupmannahafnar og freista ţess ađ fá eitthvađ af ţessum beinum, sem fundust viđ uppgröft viđ hliđ grasagarđs borgarinnar. Ţađ má nefnilega vel vera, ađ ţarna séu bein Jónasar heitins loks komin í leitirnar. Síđan mundu pípuhattamenn ríkisstjórnarinnar koma heim međ beinin í gullkistu og ađ ţví loknu mundi Jónas verđa haldin önnur pípuhattajarđarför á Ţingvöllum.

Á sínum tíma komst upp sá leiđindaorđrómur, ađ fyrri útför Jónasar hefđi veriđ ómark, ţar eđ beinin, sem ţá voru embćttuđ, hefđu veriđ af dönskum slátrara, sem fórst í götuslagsmálum úti á Ámakri. Jafnvel heyrđist, ađ í kistunni, sem fyrirmenni ţess tíma báru til grafar, hefđu ekki veriđ nein bein, utan eitt rifbein úr folaldi , en ţeim mun meira af ryđguđum niđursuđudósum, hálffullum af dönskum leir. Alla tíđ síđan hefir efinn um innihald kistunnar hvílt ţungt á íslenskum stjórnvöldum, einkum Sjástćđisflokksmönnum og Framsóknarmönnum. En ţađ ţókti samt stórfengleg sjón, ţegar stórmenni Íslands, allir međ pípuhatta, líka sá blýgrái, strunsuđu međ niđursuđudósirnar og danska leirinn úr Ţingvallakirkju og út í stórmennagrafreitinn frćga.

Hitt er svo ćđi sérstakt, ađ helstu fyrirmenni íslensku broddborgarastéttarinnar á Íslandi, skuli hafa haft slíka áráttu fyrir ađ endurjarđsetja líkamsleifar byltingarsinnans og sósíalistans Jónasar Hallgrímssonar náttúrufrćđings og skálds. Ekki síst er ţessi kynlega árátta stórundarleg, ef tekiđ er tillit til ţess, ađ ,,betri borgurum" í Reykjavík ţókti ófínt ađ láta sjá sig međ honum á götu. En sextíu árum síđar ruku íhaldsskepur Íslands til og hreyktu upp líkneski af ţessum fyrirlitna bolsévika í sjálfum miđbćnum, alţjóđ til andlegrar fyrirmyndar. (1)

(1) Heimildir: međal annars ,,Eldvígslan" eftir Ţórberg Ţórđarson.

 


mbl.is Mannabein á dönsku byggingarsvćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband