Leita í fréttum mbl.is

,,Takið hinni postullegu kveðju." - Minningarorð síra Baldvins yfir brennuvargi

síra Bald,,Eftir hopp og hóruþvarg
hann varð ráða sér brennuvarg."

,,Takið hinn postullegu kveðju."

Þannig hóf síra Baldvin minningarorð sín yfir einu sóknarbana sinna, sem löngum hafði verið grunað um að vera brennuvargur, en var nú fallið frá, flestum til blessunar. Þessu næst rifjaði síra Baldvin upp glæpsamlegt lífshlaup hins framliðna og kvað það ekki í nokkurs valdi, ekki einusinni Guðs Almáttugs, að bjarga þessum ólánsaumingja frá logum Helvítis og brennisteinsáti undir handleiðslu púka og ára Djöfulsins. A svo búnu minntist síra Baldvin nokkurra óupplýstra eldsvoða í prestakallinu, sem ,,hið dauða helvítisbarn", eins og hann orðaði það, væri grunað um að eiga fullan þátt í.

,,Það er ekkert lýgimál", hélt síra Baldvin áfram útfararræðu sinni, ,,að okkar burtkallaði þrjótur var aðílji að fleiri glæpaverkum en aðrir hér í sókn, og hefði eg með réttu átt að vera búinn að bannfæra þennan skálk fyrir löngu. En þar eð hann gerði sér upp að hafa fengið slag og leika sér að því að liggja hálfan annan áratug í kör og þykjast mállaus og heyrnarlaus varð ekki úr bannfæringunni, því miður. Og þó svo hræið af þeim dauða hafi fengist borið inn í musteri Herrans til yfirsöngs, verður hann huslaður utangarðs, hérna uppi í grjóturðinni ofan við bæinn. Trú vor leyfir ekki slíkum þorpara legstað í vígðri mold."

Þannig fór fyrir brennuvargnum í sókn síra Baldvins. En fljótlega eftir að karl hafði verið urðaður fóru nokkrir aldraðir karlaskrattar að leggja leið sína að greftrunarstað brennuvargsins og og kukka á hann og míga. Þeir gátu aldrei fyrirgefið honum misgjörðir hans. Og stundum leiddu þeir kérlingar sínar með sér, skakkar og hjólbeinóttar, að gröf vargsins og buðu þeim að gera stykkin sín þar. Síra Baldvin gladdist er hann frétti af framferði hinna hefnigjörnu öldunga, og sagði sem svo, að vináttuvottur af þessu tagi væri ljúf vögguvísa miðað við það sem sál brennuvargsins mætti þola í Helvíti af Erki-Djöflinum og púkum hans. 


mbl.is Bruninn í Hrísey líklega íkveikja eða slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband