Leita í fréttum mbl.is

Þegar Fjallaborufjelagið gekk á Esju ásamt blaðaljósmyndurum

ing9Þegar frú Ingveldur og Máría Borgargagn stofnuðu á sínum tíma Fjallaborufjelagið var eftir því tekið af háum sem lágum. Í þann tíð þókti ekki viðeigandi að kvenfólk gæfi sig að fjallgöngum og öræfabrasi; slíkt uppátæki vakti upp óþægilegar hugsanir, jafnvel klám. Fyrsta ferð Fjallaborufjelagsins var á Esju. Þær vóru einar tólf þá í félaginu, sem kjöguðu upp Esjuhlíðar, hálfberrassaðar en í vaðstígvelum, með nokkra hressa blaðaljósmyndara á hælunum. 

Þegar þær svo stóðu á Esjutindum hám og horfðu í átt til borgarinnar, fór einn ljósmyndarinn, siðlaus maður og ófyrirleitinn, ofan í tösku sína og dorgaði upp úr henni óupptekinn séníversbrúsa og bauð viðstöddum að skála með sér. Þá kom upp úr dúrnum, að fjarri fór því, að þessi séníversbrúsi væri eina áfengið í ferðinni; hinir ljósmyndararnir vóru líka byrgir vel, sem og frú Ingveldur, sem hafði tíu lítra kút meðferðis, fullan með volka að styrkleika sjötíu og fimm prósent, sem sé gaddavír, svo áfengan að hænur urðu draugfullar af því einu að glápa á þetta skuggalega áfengisílát.

Og af því veður var gott, sólskin og hiti, varð þarna fyrirtaks gleðskapur á fjöllum. Ljósmyndararnir gerðust fljótt nokkuð ölvaðir og kom þá undir eins í ljós að séníverinn hljóp beina leið í þær stöðvar heilans, sem hafa með æxlunarfæri og æxlunarfýsn að gera. Fyrst laumaðist Borgargagnið með ein myndasmiðinn bak við stein og heyrðust bráðlega þaðan stunur og urr og líka hljóð nauðalíkt því er hvolpur myndast við að gelta: ,,Bovv-off-váff! Annar ljósmyndari fór að gera sér dátt við frú Ingveldi, en þegar til kom, var sá kavalér orðinn fullur og búinn að missa getuna til að gagnast hraustum kvenmanni. Þann þrjót barði frú Ingveldur við sama stein og Borgarganið og hennar friðill voru bak við. Fékk blaðaljósmyndarinn svo slæmt höfuðhögg, að hann missti heil þrjú ár úr minni sínu og hefir aldrei endurheimt þau síðan; það voru síðust þrjú árin í þriðja tug ævi hans. Um niðurförina af Esju er afar fátt vitað, en ýmsir lentu sem maður segir í hafvillum uppi í hlíðum og á bergstöllum, en aðrir rönkuðu við sér úti á Kjalarnesi eða hinum megin við Esjuna. Allt var þetta mikil sorgarsaga, sem ekki verður sögð hér að sinni. 


mbl.is Gengur vel þrátt fyrir blauta fætur og blöðrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband